Minnihluti flugfélaganna rukkar ekki fyrir innritaðan farangur og kreditkortagjöld eru mjög algeng hjá erlendum félögum sem hingað fljúga. Íslenskir farþegar ganga því ekki lengur að fargjaldinu vísu. Túristi hefur tekið saman lista yfir gjöldin sem við verðum að borga og líka þau sem við komumst hjá.
Það getur kostað um sjö þúsund krónur að taka meira en handfarangur með í flugið hjá easyJet. Töskugjald WOW er 5800 krónur fyrir báðar leiðir og Airberlin og Transavia rukka álíka mikið. Aðeins fimm af þeim ellefu félögum sem halda úti millilandaflugi héðan leyfa farþegunum að taka eina til tvær töskur með sér án aukagreiðslu. Hámarksþyngdin í Evrópuflugi er 20 til 23 kíló en tvöfalt meira þegar ferðinni er heitið vestur um haf.
Komumst ekki hjá kreditkorta- og bókunargjaldi
Þeir sem ferðast létt komast hjá því að borga farangursgjald og einnig þarf ekki að að greiða fyrir sérstakt sæti nema fólk kjósi það. Hins vegar komast íslenskir korthafar ekki hjá því að borga kreditkortagjöld erlendu flugfélaganna því debetkort sem gefinn eru út hér á landi eru ekki gjaldgeng í netviðskiptum. Sama gildir um bókunargjald WOW air þar sem því er bætt ofan á farmiðaverðið við pöntun. Hjá easyJet þurfa íslenskir farþegar að borga kreditkortagjald og líka bókunargjald, samtals um 2600 krónur eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.
Aukagjöld flugfélaganna
Félag | Farangur¹ |
Sætisval |
Kreditkortagjald | Bókunargjald |
Airberlin/Niki | 2500 kr. | 1650 kr. | 1150 kr. | – |
Delta | – | – | – | – |
easyJet | 3100-3600 kr. | 650-2500 kr. | 800 kr.² | 1800 kr. |
German Wings | 1650 kr. | 1300-2500 kr. | 1550 kr. | – |
Icelandair | – | – | – | – |
Lufthansa | – | – | – | – |
Norwegian | 1550 kr. | 1300 kr. | 900 kr. | – |
Primera Air | – | 1000-2500 kr. | – | – |
SAS | – | – | – | – |
Transavia | 2500 kr. | 1250-2500 kr. | – | – |
WOW air | 2900 kr. | 1990-2990 kr. | – | 900 kr. |
1: Ein taska ef bókað á netinu, annars mun dýrara. Verð fyrir hvern fluglegg.
2: Lágmark 800 en annars 2,5%.
3: Gjöld erlendu félaganna eru umreiknuð í krónur m.v. gengi 15. nóv. 2012.
Fylgstu með Túrista á Facebook
NÝJAR GREINAR: Leiðin frá Hvíta húsinu að hamborgarabúllu forsetafrúarinnar
TENGDAR GREINAR: Verðkönnun á flugvélamat
Mynd: geishaboy500/Creative Commons