Samfélagsmiðlar

Borgirnar þar sem bjórinn þykir bestur

Fjórtán borgir þar sem heimamenn eru öfundsverðir af ölinu sínu.

Ljós, bragðlítill pilsner ratar ekki í eins mörg glös í dag og hann gerði fyrir nokkrum árum síðan. Nú vill fólk að bjórinn hafi karakter og afurðir örbrugghúsa njóta sífellt meiri vinsælda á kostnað verksmiðjuframleiðslunnar. Hér eru þær borgir sem höfundar ferðabóka Frommers segja að hafi að geyma besta bjórinn.

Dublin, Írlandi

Bareigendur víða um heim hafa lengi reynt að herma eftir stemningunni á knæpunum í heimaborg Guinness. Án þess þó að takast ætlunarverk sitt fullkomlega. Þeir sem vilja upplifa alvöru Dubliners fjör fara því til höfuðborgar Írlands.

Munchen, Þýskalandi

Októberfest Bæjara laðar til sín þúsundir ferðamanna á hverju hausti. Weihenstephan, elsta brugghús í heimi og bjórhöllin Hofbräuhaus hafa einnig komið borginni á ölkortið.

Amsterdam, Hollandi

Hinir heimsþekktu bjórar Amstel, Heineken og Grolsch hófu ferilinn í Amsterdam. Þar í borg er þó hægt að smakka á miklu betri bjórum en þessum þremur.

Prag, Tékklandi

Tékkarnir fundu upp gyllta pilsnerinn og fáar, ef nokkrar, þjóðir drekka eins mikið af bjór og þeir gera. Hér er að finna ógrynni af aldargömlum knæpum þar sem hægt er að setjast niður og drekka bjór úr stórri krús.

Vín, Austurríki

Þeir hafa ekki öðlast heimsfrægð austurrísku bjórarnir en í höfuðborginni eru víst nokkur góð örbrugghús og bjórhallir.

Tókýó, Japan

Það er ekki ódýrt að gera sér glaðan dag í Tókýó en þar mun víst vera gott úrval af bjórum á krana og fjöldi minni brugghúsa að ná góðum tökum á markaðnum.

Portland, Bandaríkjunum

Stærsta borg Oregon fylkis hefur verið kölluð höfuðvígi bjórsins í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að þar eru fleiri örbrugghús á hvern íbúa en í nokkurri annarri bandarískri borg. Hráefnið er víst oftast sótt í heimahagana sem er kostur fyrir umhverfisvæna bjórþambara.

Hanoi, Víetnam

Það er ennþá ódýrt í Víetnam og í hinni fallegu höfuðborg í norðurhlutanum er úrvalið af bjór gott. Þau hjá Frommers mæla sérstaklega með Bia Hoi bjórnum sem mun vera bruggaður án nokkurra rotvarnarefna.

Melbourne, Ástralíu

Það eru sennilega ýkjur að segja að það sér pöbb á hverju horni í Melbourne en margir eru þeir. Meðal vinsælustu merkjanna eru Victoria Bitter, Crown Lager og Carlton Draught.

Edinborg, Skotlandi

Skotar hafa lengi þótt góðir bruggarar og á öllum sjarmerandi börunum í Edinborg er því að finna gott úrval af alls kyns öli.

MEIRA: Ferðamannaborg ársins í Evrópu

Mexíkó borg, Mexíkó

Það fljóta ekki límónur ofan á öllum bjór í Mexíkó þó flestir séu þeir svalandi í hitanum.

Milwaukee, Bandaríkjunum

Fjögur af stærstu bjórfyrirtækjum í heimi héldu einu sinni til í borginni og því var hún lengi kölluð bjórborgin. Miller er enn á heimavelli í Milwaukee en sem betur fer fyrir íbúana þá eru líka minni brugghús sem eiga létt með að framleiða bragðbetri vöru en Miller.

Brussel, Belgía

Óvíða er ölið jafn fjölbreytt og í Belgíu og belgíska bragðið er sér á báti. Það er þó ekki bara bjórinn sem smakkast vel í Brussel því matsölustaðir borgarinnar svíkja engan.

MEIRA: Borgin þar sem hótelin gefa afslátt um helgar

Fíladelfía, Bandaríkjunum

Philly Beer vikan er haldin hátíðleg í júní og þá streyma bjóráhugamenn til borgarinnar til að gera sér glaðan dag.

Við þennan lista Frommers má bæta Denver sem gerir nú tilkall til að vera kölluð helsta bjórborg Bandaríkjanna eins og Túristi sagði nýlega frá (sjá hér).

NÝJAR GREINAR: Leiðin frá Hvíta húsinu að hamborgarabúllu forsetafrúarinnar

Mynd: VisitScotland/ScottishViewpoint

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …