Fagnaðu áramótum í útlöndum – ódýrustu fargjöldin

Þeir sem vilja kynna sér áramótasiði í löndunum í kringum okkur geta enn náð sér í far út fyrir minna en fimmtíu þúsund.

Það er hægt að sjá skaupið á netinu og brennan og flugeldarnir breytast lítið milli ára. Þú missir því ekki að neinu hér heima og því tilvalið að slást í hóp með þeim þúsundum sem safnast fyrir á Times Square í New York, Leicester Square í London, við Eiffelturninn í París eða kastalann í Edinborg í kringum miðnætti á gamlársdag.

Ódýrast til London

Það er kannski óraunhæft að ætla til London um áramót með aðeins handfarangur. En ef þú ferð í flugið í úlpunni og áramótafötunum þá sleppur það kannski og þá kostar farið út með easyJet tæpar fjörtíu og fimm þúsund krónur. WOW air og Icelandair rukka hins vegar rúmlega fjörtíu og átta þúsund fyrir flugið. Þeir sem vilja heldur pakka áramótafötunum niður og versla svolítið í ferðinni þurfa hins vegar að borga aukalega 5800 krónur fyrir innritaða tösku hjá WOW air og aðeins meira hjá easyJet. Farmiðar til Kaupmannahafnar kosta álíka og til London en þar fer minna fyrir skipulögðum fagnaðarlátum um áramót þó mikið fjör sé reyndar á brúnni sem liggur yfir á Norðurbrú í kringum miðnætti.

Fjörið á Times Square

Það er næsta víst að myndir frá hátíðarhöldunum á Times Square um áramót munu birtast í fjölmiðlum hér heima á nýársdagsmorgun. Þeir sem vilja vera viðstaddir þessa þekktu áramótagleði geta flogið út en farið kostar a.m.k. 113.790 krónur. Það kostar hins vegar mun minna til Washington en þar bjóða mörg hótel upp á pakka sem inniheldur gistingu og áramótapartí. Minna fer fyrir skipulögðum útihátíðum í höfuðborg Bandaríkjanna á þessum tímamótum.

Það er efnt til tónleika og mikilla hátíðarhalda við Edinborgarkastala á gamlársdagskvöld. Þeir sem vilja gera sér glaðan dag með heimamönnum þurfa að fljúga til Glasgow og taka svo lest eða rútu yfir til Edinborgar. Flugið til Glasgow kostar hins vegar a.m.k. 51.700 krónur í kringum áramót. Farið til höfuðborgar Frakklands er á 76.150 krónur.

Samaburður á fargjöldum um áramót (verð fundin 11.nóv.)

Borg Félag Ferðatímabil Verð
London easyJet 30/12-3/1 44.834
London WOW air 29/12-2/1 48.025
London Icelandair 29/12-2/1 48.480
Kaupmannahöfn WOW air 28/12-2/1 44.760
Kaupmannahöfn Icelandair 28/12-2/1 46.850
Glasgow Icelandair 27/12-3/1 51.750
Berlín WOW air 30/12-4/1 54.851
París Icelandair 27/12-2/1 76.150
Washington Icelandair 29/12-1/1 88.960
New York Icelandair 28/12-1/1 113.790

 

 

 

 

 

 

 

 


Á heimasíðu Hotels.com geturðu leitað eftir hótelum í New York, London, París og Edinborg

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Dr GunnaSandy langt frá meti Eyjafjallajökuls

Mynd: NYCgo