Farþegar gjaldþrota flugfélags eru illa settir

Framtíð skandinavíska flugfélagsins SAS skýrist fyrir miðnætti. Þeir sem verða strandaglópar í útlöndum ef til gjaldþrots þess kemur þurfa að koma sér heim fyrir eigin reikning. Félagið flýgur fimm sinnum í viku milli Keflavíkur og Oslóar.

Þeir sem eru staddir í útlöndum þegar flugfélagið, sem þeir eiga miða með heim, fer í gjaldþrot verða sjálfir að leggja út fyrir nýjum farmiða og svo gera kröfu í þrotabú fyrirtæksins. Sé ferðin ófarin er andvirði flugmiðans tapað nema kreditkortafyrirtækið geti afturkallað greiðsluna samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna (sjá hér).

SAS flýgur fimm sinnum í viku milli Oslóar og Keflavíkur og því líklegt að einhverjir íslenskir farþegar verði illa úti ef stjórn félagsins lýsir yfir gjaldþroti á miðnætti. En forsvarsmenn þess hafa gefið út að framtíð SAS ráðist fyrir miðnætti. Þeir ætla ekki að gefa sér lengri tíma til að ná samningum við starfsmenn um launalækkanir, breytingar á lífeyrisréttindum og aukna vinnuskyldu.

NÝJAR GREINAR: Borgirnar þar sem bjórinn þykir besturLeiðin frá Hvíta húsinu að hamborgarabúllu forsetafrúarinnar

Mynd: SAS