Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Dr. Gunna

Dr. Gunni eyddi öllum gjaldeyrinum í plötur í sinni fyrstu ferð til útlanda og var því blankur og svangur síðustu dagana. Nú skipuleggur hann ferðalögin betur og mælir með því að fólk noti sína aðferð til að fá betri „sörvis“. Út er komin bókin Stuð vors lands eftir Dr. Gunna þar sem saga dægurtónlistar á Íslandi er rakin.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ég fór með tveimur félögum mínum með skemmtiferðaskipinu Ms Eddu til Newcastle. Þetta hlýtur að hafa verið 1983 því ég dansaði villt og galið við lagið Blue Monday með New Order á diskótekinu. Ég hef því verið 17 ára. Drakk ótæpilega af bjór, sem var drykkur sem maður þekkti lítið. Komst að því að það er lítið gaman að vera þunnur í skipi. Frá Newcastle fórum við á Interrail til London, Parísar, Zurich og enduðum í Amsterdam. Þetta var fyrir tíma kreditkorta svo ég var að sjálfssögðu búinn að eyða öllum peningunum í plötur þegar til Amsterdam kom. Í heila viku átti ég svona 500 kall til að eyða í mat á dag. Vorum á einhverju skíta farfuglaheimili. Vorum reknir út kl. 9 og máttum ekki snúa aftur heim fyrr en kl. 17. Ég man eftir mér hímandi undir skyggni við búðir því það var grenjandi rigning alla þessa viku, nartandi í þessa einu pulsu sem ég hafði efni á þann daginn. Síðasta daginn var brotist inn í farfuglaheimilið (sem var í skipi við höfnina) og vegabréfinu stolið. Þurfti að redda einhverjum pappír á löggustöðinni sem tók óratíma. Tveimur árum síðar var ég kallaður á löggustöðina í Kópavogi til að sækja stolna vegabréfið.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Eftir að ég fór að skipuleggja ferðirnar (það varð auðveldara með tilkomu alnetsins) hafa allar ferðir verið snilld. Ætli besta ferðin sé ekki brúðkaupsferðin 2002. Við giftum okkur í svona hallæriskapellu í Las Vegas, áttum yndislega brúðkaupsnótt á lúxushóteli og vorum svo í 2 vikur á Hawaii.

Tek alltaf með í fríið:

Lonely planet bókina um staðinn sem ég er að heimsækja. Hef verið með hana á koddanum í nokkrar vikur á undan.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Ég man nú ekki eftir neinu vandræðalegu. Ég get aftur á móti mælt með því að fólk panti borð á veitingastöðum og segist heita doktor hitt og þetta. Þegar ég panta sem „doktor Gunni“ fæ ég alltaf miklu betri sörvis en þegar ég panta sem „Gunni“.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Hér er úr vöndu að ráða því margt hefur maður nú rutt í sig sem bragð var að. Til að nefna eitthvað segi ég Babel á Kastanienallée í Berlin. Þetta er lítill líbanskur staður, gríðarlega heimilislegur. Fyrir um 20 evrur færðu „Babel platel“, sem er allskonar líbanskt fæði fyrir tvo. Ótrúlega gott og vel útilátið og í alla staði æðisgengið.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

New York City er höfuðborg heimsins og Hudson dalurinn er helvíti næs. París er nú ekkert slor heldur.

Það sem er mikilvægast á hótelherberginu:

Gott rúm, rafmagnsinnstunga og ég kann vel við það þegar boðið er upp á ketil og kaffi- og mjólkurduft.

Draumafríið:

Einhvern daginn þarf ég að komast suður fyrir miðbaug. Ég hef lengi verið áhugamaður um Ástralíu, Nýja Sjáland og Kyrrahafseyjarnar og vonandi kemst ég einn daginn þangað og get baðað mig í exótíkinni um stund.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …