Hér er best að borða fyrir brottför

Þeir veitingastaðir sem þykja skara fram úr á flugstöðvum heimsins.

Það gefst ekki alltaf tími til að fá sér að borða áður en haldið er út á flugvöll. Þegar innritun og vopnaleit eru svo loks að baki eru því margir orðnir sársvangir og til í hvað sem er. Þeir sem vilja hins vegar að síðasta máltíð utanlandsferðarinnar sé góð ættu að leita uppi þá staði sem matgæðingar vefsíðunnar The Daily Meal segja bjóða upp á besta matinn fyrir brottför.

Leifsstöð á engan fulltrúa á listanum en þar er þó að finna nokkra matsölustaði á flugstöðvum sem íslenskir ferðamenn venja komur sínar. Túristi hefur grisjað lista The Daily Mail og eftir standa aðeins þeir staðir sem eru á flugstöðvum þaðan sem flogið er beint til Keflavíkur. Eins og sjá má þá þykir Porta Gaig á El Prat flugvelli í Barcelona vera bestur í sínum flokki. Veitingastaðir sjónvarpskokkanna Jamie Oliver og Gordon Ramsey komast ekki á lista með þeim tíu bestu því staður Gordon á Heathrow er í þrettánda sæti og í því átjánda er að finna einn af stöðum Jamie á Gatwick.

Hér færðu bestu matinn fyrir flugtak

1. Porta Gaig (El Prat, Barcelona)

4. Bubbles Seafood & Wine Bar (Schiphol, Amsterdam)

7. Five Guys (Dulles, Washington DC)

10. Legal Sea Foods (Logan, Boston)

12. Brasserie Flo (Charles de Gaulle, París)

13. Plane Food (Heathrow, London)

16. Piquillo (John F. Kennedy flugvöllur, New York City)

18. Union Jacks Bar (Gatwick, London)

20. Airbräu Brauhaus (Franz Josef Strauss, Munchen)

27. Anthony’s Fish Bar (Tacoma, Seattle)

29. Dutch Kitchen Bar & Cocktails (Schiphol, Amsterdam)

NÝJAR GREINAR: Næstum allir með töskur hjá Icelandair en helmingur hjá WOW
TENGDAR GREINAR: Jamie Oliver opnar á Gatwick
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn

Mynd: Aena-aeropuertos