Hlutfallslega mestur hagnaður hjá Icelandair

Af stærstu norrænu flugfélögunum þá varð hlutfall hagnaðar á þriðja ársfjórðungi mestur hjá Icelandair.

Skandinavíska flugfélagið SAS hagnaðist um jafnvirði rúmlega átta milljarða íslenskra króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta koma fram þegar forsvarsmenn félagsins kynntu rekstrarniðurstöður tímabilsins í morgun. Þrátt fyrir aukinn hagnað og veltu þá hafa umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir fyrirtækisins fengið alla athyglina enda áformar félagið m.a. að fækka stöðugildum úr fimmtán þúsund niður í níu þúsund, lækka laun og selja eignir.

Leiðakerfi SAS mun ekki taka breytingum að því sem kemur fram í fréttum í dag. Félagið hefur þó hætt við flug til Íslands í sumar frá Stokkhólmi eins og Túristi greindi frá í síðustu viku.

Þegar hagnaður og velta SAS á þriðja ársfjórðungi er borin saman við rekstrarniðurstöður annarra stórra flugfélaga á Norðurlöndum kemur í ljós að Icelandair skilaði hlutfallslega mestum afgangi eftir sumarvertíðina eins og sjá má á tölfunni hér fyrir neðan.

Rekstarniðurstöður þriðja ársfjórðungs í íslenskum krónum

Félag Velta Hagnaður Hlutfall hagnaðar af veltu
Finnair 107 milljarðar 8,3 milljarðar 7,8%
Icelandair 41 milljarður 6,6 milljarðar 16,1%
Norwegian 95 milljarðar 14,1 milljarðar 14,9%
SAS 214 milljarðar 8,3 milljarðar 3,9%

 

 

 

 

Byggt á upplýsingum af heimasíðum félaganna og umreiknað í íslenskar krónur 12.nóv.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Fagnaðu áramótunum í útlöndum, ódýrasta fariðFerðaminningar Dr. Gunna

Mynd: Icelandair