Samfélagsmiðlar

Leiðin frá Hvíta húsinu að hamborgarabúllu forsetafrúarinnar

Þegar gengið er frá heimili Obama og fjölskyldu að skyndibitastaðnum sem forsetafrúin hefur tekið ástfóstri við þá verða á vegi manns þekktustu kennileiti Washington.

Hvíta húsið er skyldustopp hjá ferðamönnum í Washington. Forsetafjölskyldan kippir sér því ekki upp við það þó fólk standi við heimili þeirra frá morgni til kvölds. Og sennilega er óhætt að fullyrða að margir þeirra sem gera sér ferð til höfuðborgar heimalands hamborgarans ætli sér líka að gæða sér á nautahakki í mjúkri brauðbollu að minnsta kosti einu sinni á meðan dvöl þeirra stendur. Svo heppilega vill til að á leiðinni frá þekktasta húsi Bandaríkjanna að uppáhalds skyndibitastað Michelle Obama liggja mörg af kunnustu kennileitum borgarinnar. Það er því hægt að slá margar flugur í einu höggi í þessum tveggja tíma göngutúr sem Túristi fór í nýverið.

Hjarta þjóðarinnar

Skrifstofa og heimili Bandaríkjaforseta er í norðurhluta National Mall þar sem finna má minnisvarða látinna hermanna, forseta og þjóðhetja ásamt þinghúsinu og Smithsonian söfnunum. Á miðju National Mall stendur hin 169 metra háa súla sem kennd er fyrsta forsetann, George Washington, lengst til vesturs er stytta af Abraham Lincoln og í suðurendanum eru þeir Roosevelt og Jefferson. Þar á milli má finna minnisvarða um þá sem fallið hafa í stríðsátökum og Martin Lúther King hefur líka fengið sinn sess í garðinum, ekki langt frá tröppum minnismerkis Lincoln, þar sem hann hélt sína þekktustu ræðu. Allt þetta er í göngufæri við Hvíta húsið.

Næst frægasta húsið

Ef hús forsetans er það þekktasta í Bandaríkjunum þá fylgir þinghúsið á Capitol hill sennilega fast á eftir. Þessi mikla bygging er austast í National Mall, um fimm kílómetrum frá Abraham Lincoln í hinum endanum. Á stígunum sem liggja milli þessara kennileita eru alla jafna margir á ferðinni því þar eru einnig nokkur af stærstu söfnum Smithsonian stofnunarinnar. Þeir sem vilja ekki láta sér nægja að skoða þinghúsið utan frá geta fengið leiðsögn um sali þess en þá þarf að gera boð á undan sér og panta tíma á heimasíðu þingsins (sjá nánar hér).

Reiðhjól má leigja á nokkrum stöðum í National Mall (sjá kort) og þeir sem vilja fara hraðar yfir ættu að nýta sér þann möguleika. Bílaumferð er nefnilega takmörkuð á svæðinu og því einfalt að hjóla þar um.

Loks matartími

Gangan frá Hvíta húsinu, niður að Washington súlunni, þaðan til vesturs, svo í suður og loks í átt að þinghúsinu tekur um tvo tíma. Það er því sennilega farið að heyrast garnagaul í göngumönnum þegar komið er að Capitol Hill. Blessunarlega er hamborgarabúllan Good stuff eatery þá skammt undan en hún mun vera í miklum metum hjá Michelle forsetafrú. Hún er þó ekki ein um að þykja þjóðarskyndibitanum gerð góð skil á þessum stað því þar er bekkurinn ávallt þéttskipaður. Afgreiðslan er hins vegar hröð og fólk þarf því ekki að bíða lengi eftir þessum einstaklega gómsætu hamborgurum og kalkúnasamlokum sem sennilega enginn utan Bandaríkjanna getur apað fullkomlega eftir. Sumir hlutir njóta sín einfaldlega best á heimaslóðum.

Þegar allir eru orðnir vel mettir er kannski tími til að halda tilbaka að Smithsonian söfnunum og gera þessum „botnlausu fróðleiksbrunnum“ góð skil eða kíkja í verslanir (sjá verslað í Washington).

Icelandair flýgur til Washington allt árið um kring.

Myndir: Whitehouse.org – CapitolregionUSA – Good stuff eatery

 

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …