Samfélagsmiðlar

Leiðin frá Hvíta húsinu að hamborgarabúllu forsetafrúarinnar

Þegar gengið er frá heimili Obama og fjölskyldu að skyndibitastaðnum sem forsetafrúin hefur tekið ástfóstri við þá verða á vegi manns þekktustu kennileiti Washington.

Hvíta húsið er skyldustopp hjá ferðamönnum í Washington. Forsetafjölskyldan kippir sér því ekki upp við það þó fólk standi við heimili þeirra frá morgni til kvölds. Og sennilega er óhætt að fullyrða að margir þeirra sem gera sér ferð til höfuðborgar heimalands hamborgarans ætli sér líka að gæða sér á nautahakki í mjúkri brauðbollu að minnsta kosti einu sinni á meðan dvöl þeirra stendur. Svo heppilega vill til að á leiðinni frá þekktasta húsi Bandaríkjanna að uppáhalds skyndibitastað Michelle Obama liggja mörg af kunnustu kennileitum borgarinnar. Það er því hægt að slá margar flugur í einu höggi í þessum tveggja tíma göngutúr sem Túristi fór í nýverið.

Hjarta þjóðarinnar

Skrifstofa og heimili Bandaríkjaforseta er í norðurhluta National Mall þar sem finna má minnisvarða látinna hermanna, forseta og þjóðhetja ásamt þinghúsinu og Smithsonian söfnunum. Á miðju National Mall stendur hin 169 metra háa súla sem kennd er fyrsta forsetann, George Washington, lengst til vesturs er stytta af Abraham Lincoln og í suðurendanum eru þeir Roosevelt og Jefferson. Þar á milli má finna minnisvarða um þá sem fallið hafa í stríðsátökum og Martin Lúther King hefur líka fengið sinn sess í garðinum, ekki langt frá tröppum minnismerkis Lincoln, þar sem hann hélt sína þekktustu ræðu. Allt þetta er í göngufæri við Hvíta húsið.

Næst frægasta húsið

Ef hús forsetans er það þekktasta í Bandaríkjunum þá fylgir þinghúsið á Capitol hill sennilega fast á eftir. Þessi mikla bygging er austast í National Mall, um fimm kílómetrum frá Abraham Lincoln í hinum endanum. Á stígunum sem liggja milli þessara kennileita eru alla jafna margir á ferðinni því þar eru einnig nokkur af stærstu söfnum Smithsonian stofnunarinnar. Þeir sem vilja ekki láta sér nægja að skoða þinghúsið utan frá geta fengið leiðsögn um sali þess en þá þarf að gera boð á undan sér og panta tíma á heimasíðu þingsins (sjá nánar hér).

Reiðhjól má leigja á nokkrum stöðum í National Mall (sjá kort) og þeir sem vilja fara hraðar yfir ættu að nýta sér þann möguleika. Bílaumferð er nefnilega takmörkuð á svæðinu og því einfalt að hjóla þar um.

Loks matartími

Gangan frá Hvíta húsinu, niður að Washington súlunni, þaðan til vesturs, svo í suður og loks í átt að þinghúsinu tekur um tvo tíma. Það er því sennilega farið að heyrast garnagaul í göngumönnum þegar komið er að Capitol Hill. Blessunarlega er hamborgarabúllan Good stuff eatery þá skammt undan en hún mun vera í miklum metum hjá Michelle forsetafrú. Hún er þó ekki ein um að þykja þjóðarskyndibitanum gerð góð skil á þessum stað því þar er bekkurinn ávallt þéttskipaður. Afgreiðslan er hins vegar hröð og fólk þarf því ekki að bíða lengi eftir þessum einstaklega gómsætu hamborgurum og kalkúnasamlokum sem sennilega enginn utan Bandaríkjanna getur apað fullkomlega eftir. Sumir hlutir njóta sín einfaldlega best á heimaslóðum.

Þegar allir eru orðnir vel mettir er kannski tími til að halda tilbaka að Smithsonian söfnunum og gera þessum „botnlausu fróðleiksbrunnum“ góð skil eða kíkja í verslanir (sjá verslað í Washington).

Icelandair flýgur til Washington allt árið um kring.

Myndir: Whitehouse.org – CapitolregionUSA – Good stuff eatery

 

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …