Samfélagsmiðlar

Leiðin frá Hvíta húsinu að hamborgarabúllu forsetafrúarinnar

Þegar gengið er frá heimili Obama og fjölskyldu að skyndibitastaðnum sem forsetafrúin hefur tekið ástfóstri við þá verða á vegi manns þekktustu kennileiti Washington.

Hvíta húsið er skyldustopp hjá ferðamönnum í Washington. Forsetafjölskyldan kippir sér því ekki upp við það þó fólk standi við heimili þeirra frá morgni til kvölds. Og sennilega er óhætt að fullyrða að margir þeirra sem gera sér ferð til höfuðborgar heimalands hamborgarans ætli sér líka að gæða sér á nautahakki í mjúkri brauðbollu að minnsta kosti einu sinni á meðan dvöl þeirra stendur. Svo heppilega vill til að á leiðinni frá þekktasta húsi Bandaríkjanna að uppáhalds skyndibitastað Michelle Obama liggja mörg af kunnustu kennileitum borgarinnar. Það er því hægt að slá margar flugur í einu höggi í þessum tveggja tíma göngutúr sem Túristi fór í nýverið.

Hjarta þjóðarinnar

Skrifstofa og heimili Bandaríkjaforseta er í norðurhluta National Mall þar sem finna má minnisvarða látinna hermanna, forseta og þjóðhetja ásamt þinghúsinu og Smithsonian söfnunum. Á miðju National Mall stendur hin 169 metra háa súla sem kennd er fyrsta forsetann, George Washington, lengst til vesturs er stytta af Abraham Lincoln og í suðurendanum eru þeir Roosevelt og Jefferson. Þar á milli má finna minnisvarða um þá sem fallið hafa í stríðsátökum og Martin Lúther King hefur líka fengið sinn sess í garðinum, ekki langt frá tröppum minnismerkis Lincoln, þar sem hann hélt sína þekktustu ræðu. Allt þetta er í göngufæri við Hvíta húsið.

Næst frægasta húsið

Ef hús forsetans er það þekktasta í Bandaríkjunum þá fylgir þinghúsið á Capitol hill sennilega fast á eftir. Þessi mikla bygging er austast í National Mall, um fimm kílómetrum frá Abraham Lincoln í hinum endanum. Á stígunum sem liggja milli þessara kennileita eru alla jafna margir á ferðinni því þar eru einnig nokkur af stærstu söfnum Smithsonian stofnunarinnar. Þeir sem vilja ekki láta sér nægja að skoða þinghúsið utan frá geta fengið leiðsögn um sali þess en þá þarf að gera boð á undan sér og panta tíma á heimasíðu þingsins (sjá nánar hér).

Reiðhjól má leigja á nokkrum stöðum í National Mall (sjá kort) og þeir sem vilja fara hraðar yfir ættu að nýta sér þann möguleika. Bílaumferð er nefnilega takmörkuð á svæðinu og því einfalt að hjóla þar um.

Loks matartími

Gangan frá Hvíta húsinu, niður að Washington súlunni, þaðan til vesturs, svo í suður og loks í átt að þinghúsinu tekur um tvo tíma. Það er því sennilega farið að heyrast garnagaul í göngumönnum þegar komið er að Capitol Hill. Blessunarlega er hamborgarabúllan Good stuff eatery þá skammt undan en hún mun vera í miklum metum hjá Michelle forsetafrú. Hún er þó ekki ein um að þykja þjóðarskyndibitanum gerð góð skil á þessum stað því þar er bekkurinn ávallt þéttskipaður. Afgreiðslan er hins vegar hröð og fólk þarf því ekki að bíða lengi eftir þessum einstaklega gómsætu hamborgurum og kalkúnasamlokum sem sennilega enginn utan Bandaríkjanna getur apað fullkomlega eftir. Sumir hlutir njóta sín einfaldlega best á heimaslóðum.

Þegar allir eru orðnir vel mettir er kannski tími til að halda tilbaka að Smithsonian söfnunum og gera þessum „botnlausu fróðleiksbrunnum“ góð skil eða kíkja í verslanir (sjá verslað í Washington).

Icelandair flýgur til Washington allt árið um kring.

Myndir: Whitehouse.org – CapitolregionUSA – Good stuff eatery

 

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …