Ráðast í endurbætur svo færri missi af fluginu

Það getur tekið óratíma að komast milli bygginganna sem tilheyra stærsta flugvelli Frakklands. Hann fær nú andlitslyftingu svo auðveldara verði að millilenda í París.

Af flugvölllum Evrópu þá er það aðeins Heathrow í London sem tekur á móti fleiri farþegum en Charles de Gaulle í París gerir. Sá síðarnefndi hefur lengi haft það orð á sér að vera erfiður yfirferðar og til að mynda misstu að jafnaði sex af hverjum hundrað farþegum þar af tengifluginu sínu. Hlutfallið hefur lækkað um helming samkvæmt frétt Politiken en það þykir hins vegar enn of mikið.

Forsvarsmenn Charles de Gaulle og franska flugfélagsins Air France hafa því ákveðið að fjárfesta saman í betrumbótum sem eiga að gera það einfaldara og eftirsóknarverðara að millilenda í París. En hlutfall skiptifarþega á vellinum er um 40 prósent í dag.

Charles de Gaulle í París var í 78. sæti yfir hundrað bestu flugvelli í heimi í fyrra samkvæmt matsfyrirtækinu Skytrax. Flugstöð Leifs Eiríkssonar var sex sætum neðar.

TENGDAR GREINAR: Tengiflug í súginn vegna seinkunarKeflavíkurflugvöllur meðal 100 bestu í heimi
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum í París og bókaðu besta kostinn

Mynd: Aéroports de Paris-LUIDER, Emile-LA COMPANY