Sandy langt frá meti Eyjafjallajökuls

Rúmlega tuttugu þúsund flug voru felld niður vegna fellibylsins Sandy. Það er ekkert miðað við þann fjölda ferða sem hætt var við vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli á sínum tíma.

Flugsamgöngur á austurströnd Bandaríkjanna gengu illa í síðustu viku þegar fellibylurinn Sandy gekk þar yfir. Samkvæmt vefsíðunni Flightstats þurfti að fella niður 20.254 til norðausturhluta landsins vegna óveðursins. Verst urðu úti flugvellirnir í New York, Fíladelfíu og Washington.

Þessar raskanir á flugi eru þó aðeins fimmtungur af þeim usla sem askan úr Eyjafjallajökli olli vorið 2010. Þá þurfti að þurfti að hætta við um 104 þúsund flug samkvæmt dönsku síðunni Checkin. Aldrei áður hefur þurft að aflýsa svo mörgum ferðum og áætluðu samtök flugfélaga, IATA, að tap fluggeirans vegna lokunarinnar hafi verið um 1,3 milljarðar evra (213 milljarðar króna).

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Gengið um söguslóðir Steinunnar í BerlínÚtsala á gistingu næstu tvo mánuði

Mynd: Heathrow Airport