SAS sækir á og opnar 45 nýjar flugleiðir

Nokkrum dögum eftir að hafa forðað sér frá gjaldþroti hafa forsvarsmenn SAS tilkynnt um aukin umsvif.

Eftir að starfsfólkið tók á sig launalækkun, sætti sig við skert lífeyrisréttindi og aukna vinnuskyldu telja stjórnendur SAS félagið í stakk búið til að blása til sóknar. Því hefur fjörtíu og fimm áfangastöðum verið bætt við leiðakerfi félagsins.

Stór hluti af nýju stöðunum er í suðurhluta Evrópu og verður aðeins flogið þangað í sumar. Haft er eftir talsmanni félagsins á netsíðu Berlingske að ástæðan mikilli áherslu á sólarlandaflug sé sú staðreynd að fastakúnnar SAS, sem fljúga með félaginu í viðskiptaerindum, vilji einnig geta nýtt sér þjónustu þess þegar halda á í sumarfrí.

Reykjavík ekki í kortunum

SAS flýgur hingað allt árið um kring frá Osló en síðasta sumar bætti félagið við flugi frá Stokkhólmi. Ekki verður hins vegar framhald á Svíþjóðarfluginu næsta sumar líkt og Túristi greindi nýverið frá.

Í gær hófst útsala hjá SAS þar sem í boði eru miðar sem gilda fram til 31. maí (sjá hér).

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: 5 ferðir á undir 40 þúsund í næstu vikuAukagjöld flugfélaganna eins og þau leggja sig

Mynd: SAS