Samfélagsmiðlar

Skítugustu viðkomustaðir ferðalanga

grand central

Fimm varhugaverðir hlutir sem laða bæði að sér bakteríur og ferðamenn.

Veikindi geta því miður sett mark sitt á utanlandsferðina. Samkvæmt höfundum Lonely Planet ferðabókanna þá ættu ferðamenn að vera á varðbergi á þessum stöðum til að minnka líkurnar á smiti.

Flugvélaklósett

Þó salerni í flugvélum séu alla jafna snyrtileg að sjá þá leynast þar víða bakteríur. Ástæðan er sú að vaskurinn er rétt við klósettskálina og það býður hættunni heim að sögn Lonely Planet. Eins komast farþegarnir ekki hjá því að skvetta vatni út fyrir þegar þeir þvo sér um hendurnir því vaskurinn er lítill. Þá verður til fín gróðrarstía allt í kringum handlaugina því bakteríurnar kunna best vel við sig á rökum svæðum.

Almenningssamgöngur

Strætisvagnar og lestir í útlöndum eru alla jafna þétt skipaðar og á hverjum degi skilja því þúsundir manna eftir sig slóð í vögnunum. Handföng, slár og stansrofar eru þakktir bakteríum og því góð regla að bera á sig spritt eftir ferðalagið. Samkvæmt Lonely Planet er líka hætta á að leyfar eftir saur finnist í sætunum.

Lyklaborð

Að nota almenningstölvur, til dæmis á internetkaffihúsum og hótelum, jafnast á við að strjúka puttunum eftir klósettsetu segir Leif Pettersen sérfræðingur Lonely Planet í þessum málaflokki. Ástæðan er sú að lyklaborðin eru sjaldan þrifin og eins er erfitt að hreinsa þau mjög vel.

Peningar

Heilbrigðisstofnun New York borgar fann eitt sinn 135.000 bakteríur á skítugum dollaraseðli en þeir bandarísku eru víst sérstaklega skítugir því þeir eru aðeins úr pappír en ekki plastblöndu líkt og þeir áströlsku. En á þeim fer víst bakteríufjöldi, per rúmsentimetra, niður í allt að tíu.

Annað fólk

Ástæðan fyrir því að klósettin, strætisvagnanir, lyklaborðin og peningarnir verða svona skítugir er sú að notendurnir hafa óhreinkað þá. Könnun sem gerð var meðal farþega á stórum lestarstöðvum í New York leiddi í ljós að aðeins 49 prósent farþega hafði þvegið sér um hendurnar eftir að hafa farið þar á klósettið.

Við þetta má svo bæta að nýleg rannsókn leiddi í ljós að skítugasti hluturinn inn á hótelherbergjum er sjónvarpsfjarstýringin.

Þar sem við komumst varla hjá því að halda okkur fast í strætó, nota flugvélaklósett og handleika peninga þá er sennilega lítið annað að gera en að loka augunum fyrir þessum hættum. Góður handþvottur og spritt geta þó vafalítið minnkað líkurnar á að sóðaskapur annarra spilli utanlandsreisunni.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …