Stefnumót á flugstöðinni

Sumir grípa í bók eða kveikja á tölvunni þegar fluginu þeirra er seinkað. Með aðstoð nýrrar stefnumótasíðu hefur farþegum verið gert það auðveldara að brjóta ísinn og kynnast nýju fólki á meðan beðið er.

Seinkanir á flugi eru því miður hluti af lífi ferðamannsins. Það getur hins vegar verið erfitt að drepa tímann á flugstöð í langan tíma, jafnvel þó nettengingin sé frí og bókabúðirnar góðar.

Þeir sem vilja nýta tímann til að kynnast nýju fólki geta skráð sig á heimasíðunni Meet at the airport og þannig fundið fólk sem statt er í sömu flugstöð. Í framhaldinu geta þessir tveir einstaklingar mælt sér mót.

Forsprakki heimasíðunnar segir í viðtali við CNN að notendurnir geti tekið fram í hvaða tilgangi þeir vilji komast á stefnumót. Fólk er svo parað saman eftir því hvort rómantík eða viðskipti búi að baki áhuga þeirra á því að setjast niður með öðrum farþegum.

Í dag eru 20.000 manns skráðir á síðuna en hún fór í loftið í fyrra.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: WOW ódýrast en easyJet langdýrastRáðast í endurbætur svo færri missi af fluginu
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn

Mynd: Cph.dk