Stundvísitölur: Fáir þurftu að drepa tímann í Leifsstöð

Litlar tafir á millilandaflugi á fyrri hluta mánaðarins en umferðin er lítil þessa dagana. Icelandair stendur fyrir um átta af hverjum tíu ferðum.

Farþegar á Keflavíkurflugvelli komust úr landi á réttum tíma í rúmlega níu af hverjum tíu tilfellum síðustu tvær vikur. Fáir þurftu því að verja löngum tíma í brottfarasal flugstöðvarinnar. Farþegavélarnar lentu líka langoftast í Keflavík samkvæmt áætlun sem er vísbending um að félögin hafi líka haldið áætlun á erlendu flugvöllunum.

Í heildina voru ferðir WOW air, til og frá landinu, á réttum tíma í 90 prósent tilvika en hjá Icelandair var hlutfallið 87 prósent. Tafir í mínútum talið voru sárafáar.

Lítil umferð

Þessa dagana eru farnar um tuttugu ferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli. Í júlí voru þær um tvöfalt fleiri. Vægi Icelandair hefur aukist frá því í sumar því þá stóð félagið fyrir 68,5% af brottförum frá Keflavík samkvæmt útreikningum Túrista. Nú er hlutfallið um áttatíu prósent. Tíunda hver ferð er á vegum WOW air en easyJet, Norwegian, Primera Air og SAS fyrir restinni.

Stundvísitölur fyrri hluta nóvember

1.-15.nóv. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 92% 2 mín 82% 4 mín 87% 3 mín 492
WOW air 94% 1 mín 86% 1 mín 90% 1 mín 59

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Aukagjöld flugfélaganna eins og þau leggja sig
TENGDAR GREINAR: Stundvísitölur seinni hluta október