Útsala á gistingu næstu tvo mánuði

Næstu vikur er hægt að bóka ódýrari gistingu í nokkrum af þeim borgum sem flogið er beint til frá Keflavík.

Ef þú ert á leiðinni til útlanda næstu tvo mánuði og ekki búinn að bóka gistingu þá gætirðu fundið góð kjör á heimasíðu Hotels.com.

Árleg vetrarútsala síðunnar er nýhafin og þar má finna afslátt á hótelum í borgum eins og Osló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Glasgow, Munchen, Berlín og Orlando. Til allra þessara staða er hægt að fljúga beint héðan í vetur og þar sem fáir hugsa sér til hreyfings í janúar ætti að vera hægt að finna flugmiða í ódýrari kantinum strax eftir jól. Hér er því tækifæri til að setja saman ódýra borgarferð og gera um leið góð kaup á útsölum í fataverslunum þessara borga.

Meðal þeirra hótela sem bjóða lægra verð á útsölunni eru Birger Jarl í Stokkhólmi og Kong Arthur í Kaupmannahöfn en bæði þessi hótel hefur Túristi nýverið tekið út.

Smellið hér til að fara á útsöluna en tilboðin gilda á gistingu út janúar en bóka verður fyrir 18. desember.

HÓTELTÉKK: Birger Jarl og Kong Arthur
NÝJAR GREINAR: Skítugustu viðkomustaðir ferðalangaGengið um söguslóðir Steinunnar í Berlín

Mynd: Hotell Birger Jarl