WOW ódýrast en easyJet langdýrast

Sé ferðinni heitið Lundúna upp úr miðjum febrúar þá kostar farið minnst með WOW air en easyJet rukkar 65 prósent meira fyrir sætið.

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hóf flug til Íslands í vor. Allar götur síðan hefur Túristi fylgst með verðþróun fargjalda til London og Kaupmannahafnar. Í þessum mánaðarlegu verðkönnunum hefur easyJet reglulega verið dýrasti kosturinn en verðmunurinn í febrúar næstkomandi er óvenju mikill. Þá rukkar breska félagið tæpar sextíu þúsund krónur fyrir farið í viku 8 (18.-24.feb) en WOW air 35.835 kr. Munurinn er 65 prósent. Farangursgjaldi og bókunargjaldi félaganna tveggja er bætt við fargjöldin. Farmiði hjá Icelandair í þessari sömu viku kostar 43.250 krónur eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Ódýrustu farmiðarnir í dag, báðar leiðir, til London í viku 8:

Flug til London (verð 26.nóvember)Brottför í viku 8 2013
easy Jet*59.430 kr.
Icelandair43.250 kr.
WOW air*35.825 kr.

Í febrúar mun easyJet fjölga ferðum sínum milli Keflavíkur og Lutonflugvallar úr þremur í fjórar. Félagið virðist því ná góðum árangri í að selja farmiða í vélar sínar hingað til og frá Íslandi þrátt fyrir að bjóða hærra verð en Icelandair og WOW air. Íslensku félögin eiga því sennilega hellings sóknarfæri á breska markaðnum því þau bjóða reglulega lægra verð en það breska og eins er aðgengi að flugstöðvunum í Gatwick og Heathrow þægilegra en að þeirri í Luton (sjá grein Túrista um ferðalag til Luton).

HÓTEL Í LONDON: Smelltu hér til finna ódýrustu gistinguna

WOW líka ódýrara til Kaupmannahafnar

Höfuðborg Danmerkur nýtur hylli íslenskra túrista allt árið. Þeir sem ætla til borgarinnar í viku 8 (18.-24.feb) borga tæpum fimm þúsund krónum minna hjá WOW air en Icelandair þá viku. Eins og áður er farangursgjaldi WOW air bætt við en það nemur 5800 krónum fyrir eina tösku báðar leiðir (sjá grein Túrista um aukagjöld flugfélaganna).

Flug til Kaupmannahafnar (verð 26.nóvember)

Brottför í viku 8 2013
WOW air*34.560 kr.
Icelandair39.140 kr.

HÓTEL Í KAUPMANNAHÖFN: Sérkjör fyrir lesendur Túrista

Jólaverðið

Fyrir átta vikum síðan kannaði Túristi verð á flugi í viku 52 (24.-30.des). Þá var Icelandair dýrasti kosturinn til London en núna er félagið ódýrara en bæði easyJet og WOW air fyrir þá sem vilja ferðast fram og tilbaka í jólavikunni. Ef ferðinni er heitið til Danmerkur á sama tíma þá er WOW air með lægra verð en Icelandair eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til London í viku 52 (24.-30.des) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

LondonBókað í dag

Bókað 3. okt

Breyting
easyJet*77.324 kr.51.999 kr.+49%
Icelandair61.550 kr.58.240 kr.+5,7%
WOW air/Iceland Express*76.825 kr.43.600 kr.+84,3%

 

Lægstu fargjöld, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar í viku 52 (24.-30.des) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

KaupmannahöfnBókað í dagBókað 3. okt
Breyting
WOW*/Iceland Express48.760 kr.47.303 kr.+3,1%
Icelandair60.960 kr.54.080 kr.+12,7%

Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar og því stundum úr fáum flugum að velja, sérstaklega hjá easyJet. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér)

*easy Jet og WOW air rukka fyrir innritaðan farangur. Gjaldi fyrir eina tösku er bætt við fargjaldið í samanburðinum. Miðað er við gengi evru í dag.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Júlía Björnsdóttir á heimavelli í BerlínHér er sætaplássið minnst og mest

Mynd: DMC/Morten Jerichan