10 áhugaverðustu ferðamannabæir Danmörku

Notendur Tripadvisor telja þessa tíu bæi í Danmörku vera þá forvitnilegustu fyrir ferðamenn.

Danmörk er meira en helmingi minni en Ísland en miklu þéttbýlli og það er því stutt á milli bæja. Og þar sem almenningssamgöngur eru einnig góðar þar í landi tekur ekki langan tíma að komast með lest frá flugvellinum í Kaupmannahöfn og út á land. Á sumrin er einnig flogið héðan til Billund og þaðan er auðvelt að ferðast um Jótland.

Þeir sem gætu hugsað sér bæjaflakk um Danmörku ættu kannski að hafa lista ferðasíðunnar Tripadvisor til hliðsjónar en á honum er að finna þá tíu þéttbýlistaði sem notendur síðunnar telja áhugaverðasta í Danaveldi.

Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu dönsku þjóðskrárinnar þá búa 8632 Íslendingar í þessum tíu bæjum og í töflunni má sjá hvernig þeir dreifast á staðina. Að sjálfsögðu eru langflestir í höfuðborginni en hún er jafnframt efst á lista notenda Tripadvisor.

10 áhugaverðustu ferðamannaborgirnar í Danmörku og fjöldi Íslendinga í hverjum og einum.

  1. Kaupmannahöfn, 3854 manns
  2. Óðinsvé,  608
  3. Silkeborg, 68
  4. Kolding, 151
  5. Middelfart, 14
  6. Horsens, 370
  7. Árósar, 706
  8. Hróarskelda, 77
  9. Nyborg, 30
  10. Henne, sennilega enginn.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Sigurbjargar Þrastardóttur
HÓTEL: Tilboð á gistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Danmark Media Center