Samfélagsmiðlar

Beint flug til Grikklands á ný

Krít er komin á kortið á ný hjá íslenskum ferðamönnum.

Síðustu ár hefur flug héðan til suðurhluta Evrópu verið frekar takmarkað og ferðaskrifstofurnar hafa einblínt á sólarlandaferðir til Spánar, Portúgal og Tyrklands. Næsta sumar verður hins breyting á því hið íslenska flugfélag Primera Air ætlar að fljúga vikulega til Chania, höfuðborgar Krítar, í samstarfi við íslenskar ferðaskrifstofur frá lokum maí.

Fjölbreyttur áfangastaður

Á meðan Tyrkir hafa fókusað á stór hótel þar sem allar veitingar eru innifaldar þá hafa Grikkir haldið tryggð við minni gististaði. Á eyjunni Krít fara ferðamenn því út fyrir hótelgarðinn til að fá sér að borða og matarmenning eyjaskeggja lifir því góðu lífi eins og sést þegar rölt er um hinn fallega miðbæ Chania. Þar eru þó víða lagðar gildrur fyrir ferðamenn en það er auðvelt að finna góða veitingastaði í ódýrari kantinum sem leggja metnað í að elda mat að hætti heimamanna.

Í nágrenni við Chania er fjöldi baðstranda sem flestar eru byggðar upp með ferðalanga í huga en það þarf ekki að keyra langt til að finna fámennar strendur á vestur- og suðurhluta eyjunnar og lítil þorp þar sem ferðamenn leggja ekki oft leið sína.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Grikkland að hætti Egils

HÓTEL: Finndu ódýrustu gistinguna á Krít

Mynd: Theophilos/CreativeCommons

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …