Beint flug til Grikklands á ný

Krít er komin á kortið á ný hjá íslenskum ferðamönnum.

Síðustu ár hefur flug héðan til suðurhluta Evrópu verið frekar takmarkað og ferðaskrifstofurnar hafa einblínt á sólarlandaferðir til Spánar, Portúgal og Tyrklands. Næsta sumar verður hins breyting á því hið íslenska flugfélag Primera Air ætlar að fljúga vikulega til Chania, höfuðborgar Krítar, í samstarfi við íslenskar ferðaskrifstofur frá lokum maí.

Fjölbreyttur áfangastaður

Á meðan Tyrkir hafa fókusað á stór hótel þar sem allar veitingar eru innifaldar þá hafa Grikkir haldið tryggð við minni gististaði. Á eyjunni Krít fara ferðamenn því út fyrir hótelgarðinn til að fá sér að borða og matarmenning eyjaskeggja lifir því góðu lífi eins og sést þegar rölt er um hinn fallega miðbæ Chania. Þar eru þó víða lagðar gildrur fyrir ferðamenn en það er auðvelt að finna góða veitingastaði í ódýrari kantinum sem leggja metnað í að elda mat að hætti heimamanna.

Í nágrenni við Chania er fjöldi baðstranda sem flestar eru byggðar upp með ferðalanga í huga en það þarf ekki að keyra langt til að finna fámennar strendur á vestur- og suðurhluta eyjunnar og lítil þorp þar sem ferðamenn leggja ekki oft leið sína.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Grikkland að hætti Egils

HÓTEL: Finndu ódýrustu gistinguna á Krít

Mynd: Theophilos/CreativeCommons