Borgirnar þar sem Danir vilja halda framhjá í

Forsvarsmenn vafasamrar stefnumótasíðu í Danmörku hefur spurt notendur sína um hvert þeir vilji helst ferðast með viðhaldinu.

Það eru víst 220.000 danskir notendur að netsíðunni Victoriamilan.dk sem aðstoðar þá ótrúu að finna sér viðhald. Rúmlega þrjú þúsund þeirra tóku þátt í könnun síðunnar þar sem spurt var hvert þeir myndu helst vilja ferðast með viðhaldinu samkvæmt frétt Berlingske. Gifta fólkið var einnig spurt hvert það færi í raun og veru í þessum erindagjörðum. Niðurstaðan var sú að flestir láta sig dreyma um New York en verða svo að láta sér nægja að ferðast innanlands eins og sjá má á listunum tveimur.

Draumaáfangastaðir þeirra ótrúu

 1. New York
 2. Hawaii
 3. Maldíveyjar
 4. Balí
 5. París
 6. Bora Bora
 7. Róm
 8. Feneyjar
 9. Toskana
 10. Zanzibar

Staðirnir sem framhjáhaldsliðið endar á:

 1. Aðrir danskir bæir
 2. Brussel
 3. Stokkhólmur
 4. Frankfurt
 5. Berlín
 6. Osló
 7. Vínarborg
 8. Barcelona
 9. París
 10. New York

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum í útlöndum og bókaðu besta kostinn

Mynd: © NYC & Company