Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Vilborgar Davíðsdóttur

Vilborg Davíðsdóttir hefur farið víða í tengslum við ritstörfin og hefur þurft að grípa til örþrifaráða til að láta ferðaplönin ganga upp. Hún sendi nýverið frá sér bókina Vígroða þar sem umfjöllunarefnið er Auður djúpúðga og sögusviðið Bretlandseyjar norðanverðar.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ég var á fjórtánda árinu þegar ég fór fyrst til útlanda, í fylgd með foreldrum mínum. Við fórum til Miami Beach í Florida sem þá var vinsæll áfangastaður Íslendinga í leit að sólskini. Heimleiðin var eftirminnileg því þá höfðum við viðkomu í Freeport á Bahamas-eyjum. Lent var í miklu þrumuveðri og eldingarnar lýstu upp flugvélina. Þar dvöldum við einn dag en fórum svo heim í gegnum Luxemburg. Þvílíkt ævintýri!

Það sem ég geri til að láta tímann líða hraðar í flugvélinni:

Ég hef alltaf með mér góða bók og nýt þess að hafa frið til að lesa.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Þær hafa allar verið góðar, sérstaklega ferðir mínar um Skotland, Suðureyjar, Orkneyjar, Hjaltland og Írland í tengslum við skrifin um líf Auðar djúpúðgu. Sú eftirminnilegasta er þó líklega ferð mín til Grænlands aldamótaárið 2000, þegar ég var að undirbúa skrif á skáldsögunni Hrafninn. Þá ferðaðist ég um slóðir norrænna manna á vesturströndinni og skoðaði rústir og kirkjugarð frá miðöldum. Fáum árum seinna fór ég um norðurhluta landsins og gekk um óbyggðir við Diskóflóa. Það var ógleymanleg lífsreynsla.

Tek alltaf með í fríið:

Góða gormastílabók til að skrifa í ferðadagbók sem ég myndskreyti jafnóðum með póstkortum frá hverjum stað.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Þegar ég fór til Julianehab (Qaqortoq) á Grænlandi árið 2000 ætlaði ég að bóka bátsferð í Hvalseyjarfjörð til að skoða þar stærstu miðaldarúst landsins, steinkirkju sem byggð var í kringum árið 1400 og mig hafði lengi dreymt um að sjá. Sama dag kom þangað risastórt skemmtiferðaskip og á augabragði voru allar fleytur bæjarins bókaðar undir bandaríska ellilífeyrisþega sem vildu sjá kirkjuna. Mér tókst þá að ráða mig í hvelli sem leiðsögukonu á einn bátanna og hélt langa tölu yfir þeim amerísku um sögu Grænlands og norrænar byggð þar til forna. Þeir spurðu margs en ég varð kjaftstopp þegar einn þeirra vildi endilega vita hversu lengi ég hefði starfað sem leiðsögumaður á Grænlandi. Gat samt ekki logið og svaraði á endanum sannleikanum samkvæmt, rjóð í vöngum, eftir að hafa litið á klukkuna: ,,That would be … a couple of hours now, sir.“

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Get ekki gert upp á milli skelfiskveislu í Nice í Frakklandi og hreindýrasteikur á veitingahúsi Íslendingsins Eddu Lyberth í Qaqortoq, nú ferðamálastjóra þar.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Því er fljótsvarað: Edinborg í Skotlandi. Ég bjó þar með fjölskylduna frá 2005 til 2007 og þangað er alltaf jafn yndislegt að koma.

Það sem er mikilvægast á hótelherberginu:

Gott rúm og heitt vatn.

Draumafríið:

Einmitt á þessari stundu langar mig mest að eiga frí heima hjá mér, í faðmi fjölskyldunnar, með slökkt á öllum samskiptamiðlum og tækjum. En ef mér áskotnaðist óvænt flugmiði til útlanda þá myndi ég vilja fljúga til York á Norður-Englandi með mínum heittelskaða og dvelja þar á litlu gistiheimili í gamla bænum nálægt Micklegate, þar sem þúsund ára borgarveggir sjást út um glugga og aldagömul húsin halla sér í mót hvert öðru yfir þröngar, hellusteinslagðar göturnar.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …