Icelandair með 83 prósent af ferðunum

Að meðaltali fóru í loftið nítján farþegaþotur á dag frá Keflavíkurflugvelli í nóvember. Aðeins þrjár þeirra voru á vegum annarra en Icelandair.

Það voru fimm fyrirtæki sem buðu upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli í nóvember. Erlendu félögin þrjú, SAS, Norwegian og easyJet, flugu hingað þrisvar til fimm sinnum í viku en ferðir WOW air voru að meðaltali um tvær á dag. Brottfarir Icelandair voru hins vegar að jafnaði sextán á sólarhring og stóð félagið fyrir 83,1 prósent umferðinni um flugvöllinn samkvæmt útreikningum Túrista.

Í sumar var þriðja hver brottför á vegum annarra en Icelandair. Vægi félagsins eykst því mikið á veturna. Til samanburðar má nefna að í Kaupmannahöfn stendur SAS fyrir um 45 prósent af umferðinni og er stærsti viðskiptavinur Kastrupflugvallar.

Hlutdeild félaganna á Keflavíkurflugvelli í nóvember:

  1. Icelandair 83,1%
  2. WOW air 9,8%
  3. SAS 3,5%
  4. easyJet 1,9%
  5. Norwegian 1,7%

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
NÝJAR GREINAR: Hér er best að borða fyrir brottförNæstum allir með töskur hjá Icelandair en helmingur hjá WOW