Jósef og María fá fría gistingu

Stjórnendur breskrar hótelkeðju vilja bæta upp fyrir gömul mistök starfsbræðra sinna í Betlehem með því að bjóða Jósef og Maríu að gista frítt yfir jól og áramót.

Sagan segir að það hafi enga gistingu verið að fá í Betlehem í lok desember fyrir um 2000 árum síðan. Hin kasólétta María og Jósef, maðurinn hennar, voru þá á ferðalagi í borginni og urðu að sætta sig við að búa í fjárhúsi. Þar fæddi María son þeirra.

Forsvarsmenn hótelkeðjunnar Travelodge vekja nú á sér athygli með því að bjóða öllum þeim konum sem heita María og eiga kærasta sem heitir Jósef að búa frítt á gististöðum sínum yfir hátíðirnar. Segjast hótelstjórarnir vera að bæta upp fyrir mistök hótelgeirans í Betlehem þegar Jesú á að hafa fæðst.

Samkvæmt frétt The Telegraph hafa þrjátíu pör nýtt sér þetta boð undanfarin ár og síðustu mánuði hafa reglulega borist fyrirspurnir frá pörum sem bera sömu nöfn og foreldrar Jesú. .

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bóðkaðu besta kostinn
NÝJAR GREINAR: Hér er best að borða fyrir brottförNæstum allir með töskur hjá Icelandair en helmingur hjá WOW