Loks almenningslest frá Arlanda

Það er helmingi ódýrara að keyra með nýju lestinni frá flugvellinum í Stokkhólmi en hraðlestinni.

Farið til og frá flugvellinum getur kostað sitt og þeir sem fljúga til höfuðborgar Svíþjóðar þurfa að borga að minnsta kosti 99 sænskar (um 1900 krónur) fyrir að komast með flugrútunni niðrí bæ. Miði með hraðlestinni, Arlanda Express, kostar hins vegar 260 sænskar (um 4900 krónur).

Um helgina hófust hins vegar lestarsamgöngur milli aðallestarstöðvarinnar í Stokkhólmi og Arlanda flugvallar. Ferðin tekur 37 mínútur sem er næstum því tvöfalt lengri tími en hraðlestin fer vegalengdina á. Hins vegar kostar lestarmiðinn aðeins 125 sænskar (um 2300 krónur) sem er rúmlega helmingi ódýrara en Arlanda Express. Rútan er eftir sem áður ódýrasti kosturinn en hún er um fimmtíu mínútur frá byggingu 5 á Arlanda, þaðan sem Icelandair flýgur og að aðallestarstöðinni. Leigubíll kostar tæpar fimm hundruð sænskar.

TENGDAR GREINAR: Vegvísir Stokkhólmur
HÓTEL: Finndu ódýrasta hótelið í Stokkhólmi