Mesta aukningin hjá Icelandair

Í nóvember fjölgaði farþegum töluvert meira hjá íslenska flugfélaginu en þeim þremur stærstu á Norðurlöndum.

Það flugu 131 þúsund farþegar með Icelandair í síðasta mánuði sem fjórðungs aukning frá sama tíma í fyrra. Hjá hinu norska Norwegian fjölgaði farþegunum um tólf prósent, hjá Finnair var aukning tíu prósent en hjá SAS nam hún tæplega tveimur af hundraði. Félögin fjögur juku öll sætisframboð sitt á milli nóvembermánaða og var aukningin mest hjá Icelandair eða 31 prósent samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.

Besta nýtingin hjá Norwegian

Þegar litið er til þess hversu vel gekk að selja þessi viðbótarsæti þá hefur það tekist best hjá norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian því nærri átta af hverjum tíu sætum í vélum þess voru skipuð í nóvember. Icelandair stóð sig næst best og var nýtingin 75,9 prósent. Árangur Finnair og SAS var ekki eins góður eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Samanburður á frammistöðu í nóv. 2012 og nóv. 2011:

Flugfélag Aukning Fjöldi farþega* Sætanýting
Finnair 10,1% 663.100 73%
Icelandair 25% 131.000 75,9%
Norwegian 12% 1.458.872 79%
SAS 1,7% 2.100.000 69,1%

 

 

 


* félögin eru misnákvæm þegar kemur að upplýsingum um fjölda farþega.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Stefáns MánaBeint flug til Grikklands á ný
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð og bókaðu ódýrasta kostinn – Lesendur Túrista fá 10% afslátt í London og Edinborg

Mynd: Icelandair