Metsala hjá SAS

Nokkrum dögum eftir að það tókst að forða skandinavíska flugfélaginu frá gjaldþroti var sett nýtt sölumet á heimasíðu félagsins.

Dagar stærsta flugfélags Norðurlanda væru taldir ef samkomulag hefði ekki náðst milli forsvarsmanna þess og starfsmanna um launalækkanir. Þegar ljóst var í byrjun síðustu viku að SAS væri borgið var efnt til útsölu sem fékk svo góðar undirtektir að á fyrsta degi var sett sölumet.

Sölustjóri félagins segir í viðtali við ferðaritið Stand by að undirtektirnar hafi farið langt fram úr væntingum og mest hafi eftirspurnin verið eftir ferðum til New York.

45 nýjar flugleiðir

Forsvarsmenn SAS eru því brattir þessa dagana og ætla að fjölga áfangastöðum félagsins um fjörtíu og fimm á næsta ári. Aðallega í suðurhluta Evrópu.

NÝJAR GREINAR: Hér er best að borða fyrir brottförNæstum allir með töskur hjá Icelandair en helmingur hjá WOW
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn

Mynd: SAS