Samfélagsmiðlar

2 nýjar flugleiðir á næsta ári

Í ár voru það Denver í Colorado og Lyon í Frakklandi sem bættust við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar. Næsta sumar bætast aftur tvær í púkkið.

Það er líklegt að ferðamönnum frá Alaska og Rússlandi fjölgi hér á næsta ári því Icelandair hefur áætlunarflug til nyrstu borgar Bandaríkjanna, Anchorage, í sumar og einnig til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Þetta verður í fyrsta skipti sem flogið verður héðan reglulega til Alaska og Rússlands og væntanlega munu margir íslenskir túristar nýta sér það. Flogið verður tvisvar í viku til beggja þessara borga yfir sumarmánuðina. Hér er það sem helst heillar ferðalanga á þessum nýju áfangastöðum.

Anchorage

Útivistarfólk mun væntanlega fjölmenna í vélar Icelandair til Alaska því tveir þriðju hlutar landsvæðisins í fylkinu eru verndarsvæði þar sem ekki má byggja. Það þarf því ekki langt út fyrir bæjarmörkin til að finna ósnert víðerni og fjölbreytt dýralíf.

Það var mikill uppgangur í Alaska á níunda áratugnum og þá var mikið byggt í Anchorage og er hún fjölmennasta borg fylkisins með um þrjú hundruð þúsund íbúa. Borgin hefur víst upp á ýmislegt að bjóða og mælir ferðabók Frommers sérstaklega með söfnunum Alaska Native Heritage Center og Anchorage Musuem sem bæði gera sögu fylkisins og íbúanna góð skil. Það mun einnig vera nóg af veitingastöðum og verslunum í Anchorage fyrir þá sem vilja taka sér hlé frá útivistinni en ekki er víst að úrvalið í búðunum heilli alla Frónbúa því íbúar Anchorage voru nýlega kjörnir verst klæddu íbúar Bandaríkjanna af ferðablaðinu Travel&Leisure.

Icelandair mun fljúga til Anchorage á miðvikudögum og sunnudögum frá 15. maí til 15. september. Lægsta farið út er á 53.440 krónur.

HÓTEL: Finndu ódýrustu gistinguna í Anchorage

Sankti Pétursborg

Það var ætlun Péturs mikla að reisa glæsilega borg þegar hann lagði drög að Sankti Pétursborg á fenjasvæði í vesturhluta ríkisins. Honum tókst ætlunarverkið því borgin hefur lengi verið talin með fegurri borgum Evrópu enda var engu til sparað og þrælar keisarafjölskyldunnar færðu miklar fórnir til að gera draum Péturs mikla að veruleika. Þekktustu byggingar borgarinnar eru skrautlegar að innan sem utan og þar fá söguáhugamenn heilmikið fyrir sinn snúð.

Sælkerar, listunnendur og næturhrafnar fá líka útrás í borginni en þeir sem vilja komast hjá því að borga of mikið fyrir matinn og drykkina ættu víst að forðast staði þar sem splunkunýjar glæsikerrur standa í röðum fyrir utan.

Fyrsta flug Icelandair til Sankti Pétursborgar fer í loftið laugardaginn 1. júní og síðasta vél sumarsins fer þriðjudaginn 17. september. Ódýrasta fargjaldið til Rússlands er 26.780 krónur.

HÓTEL: Finndu ódýrustu gistinguna í Sankti Pétursborg

Það er ólíklegt að fleiri nýir áfangastaðir bætist við áætlanir flugfélaganna fyrir árið 2013. Sumaráætlanir ferðaskrifstofanna liggja enn ekki fyrir en þar gætu leynst nýjungar.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Rússlandsreisan hefst í Túngötu
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London5% afsláttur á hóteli í Kaupmannahöfn

Mynd: Archer10/Creative Commons

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …