Öruggustu staðirnir til að vera á

Þær tíu stórborgir þar sem túristar eru öryggir með sig.

Það búa rúmlega tólf milljónir manna í Tókýó í Japan en þrátt fyrir mannmergðina þá telja notendur ferðasíðunnar Tripadvisor að þeir séu hvergi óhulltari í stórborg en akkúrat þar.

Sjötíu og fimm þúsund manns tóku þátt í kjöri síðunnar á öruggustu stórborgunum og athygli vekur að Tókýó er sú langfjölmennasta af þeim tíu sem eru á toppnum. Flestar hinna eru nefnilega pínkulitlar í samanburði við þá japönsku.

Öruggustu ferðamannaborgirnar

1. Tókýó, Japan

2. Singapúr, Singapúr

3. Dubrovnik, Króatía

4. Zürich, Sviss

5. Vínarborg, Austurríki

6. Stokkhólmur, Svíþjóð

7. Dubai, Dubai

8. Seoul, Suður-Kórea

9. München, Þýskaland

10. Kaupmannahöfn, Danmörk

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Sigurbjargar Þrastardóttir
HÓTEL: 10% afsláttur á gistingu í London

Mynd: Visit Japan