Skandinavískir hótelstjórar vísa Hotels.com á dyr

Kröfur um að fá lægstu verðin og háa söluþóknun fylltu mælinn hjá forsvarsmönnum þriggja stærstu hótelkeðja Norðurlanda.

Það er ekki óalgengt að hóteleigendur borgir stórum bókunarsíðum eins og Hotels.com og Booking.com rúmlega fjórðung af söluverðinu í þóknun. Stjórnendur þriggja stærstu hótelkeðja Skandinavíu hafa nú fengið sig fullsadda á kröfum Hotels.com um að lægstu fáanlegu verðin séu ávallt til sölu á bókunarsíðunni. Það þýðir nefnilega að hótelin sjálf geta aðeins boðið sama verð á heimasíðunni sinni og verðið sem er inn á Hotels.com. Í seinna tilvikinu borga hótelin einnig þessa háu þóknun og þá verður of lítið eftir að mati stjórnenda Scandic hótelanna, First Hotels og Choice hotels. Samanlagt reka þessi fyrirtæki á fjórða hundrað hótel á Norðurlöndunum og í Mið-Evrópu

Þess má geta að lesendur Túrista fá lægsta verðið First hotels Esplanaden í Kaupmannahöfn og fá frían morgunmat á hóteli keðjunnar við Ráðhústorgið (sjá hér).

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Sigurbjargar Þrastardóttur
HÓTEL: Sérkjör á gistingu fyrir lesendur Túrista

Mynd: First Hotel Kong Frederik