Sleikipinnar dugðu ekki til að þagga niður í gestunum

Bresk hótelkeðja grípur til nýrra úrræða til að tryggja gestum góðan nætursvefn.

Þeir sem mæta geispandi niður í lobbí og með bauga undir augum fá nóttina endurgreidda á gististöðum Premier Inn í Bretlandi. Forsvarsmönnum hótelskeðjunnar er mikið í mun að gestirnir sofi vel og segjast ekki vilja rukka þá ef nóttin hefur verið slæm vegna hávaða. Til að minnka líkurnar á að margir gisti frítt prófuðu starfsmenn hótelanna að gefa næturhröfnum, í hópi hótelgesta, sleikjó þegar þeir komu inn af götunni í von um að það myndi dempa í þeim hávaðann. Sú aðferð lukkaðist ekki.

Nú hefur skynjurum verið komið fyrir á göngunum sem kveikja á sérstökum ljósaskiltum ef hávaðinn verður of mikill. Þannig á að benda fólki pent á að ganga hljóðlega um eftir háttatíma. Vonast er til að þetta ráð dugi betur enda mikið í húfi fyrir eigendur hótelsins sem hafa lofað ókeypis gistingu ef nóttin er slæm.

Herbergi fyrir þá sem hrjóta

Premier Inn er ekki fyrsta hótelkeðjan sem grípur til sérstakra aðgerða til að draga úr hávaða gestanna. Á Crowne Plaza hótelunum hafa nokkur herbergi verið hljóðeinangruð betur önnur svo þeir sem hrjóta hátt geti gist þar inni án þess að trufla fólk í nærliggjandi herbergjum.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð og bókaðu ódýrasta kostinn 10% afsláttur fyrir lesendur í London

Mynd: Visit London