Stundvísitölur: Mun oftar á áætlun en í fyrra

Líkt og í fyrri hluta mánaðarins voru nærri engar tafir á ferðum til og frá landinu seinni tvær vikur nýliðins mánaðar. Á sama tíma í fyrra var staðan allt önnur.

Þeir sem flugu til útlanda seinni tvær vikurnar í nóvember fóru langflestir í loftið á réttum tíma því 96 prósent af brottförum WOW air stóðust áætlun og hjá Icelandair var hlutfallið 94 prósent. Á sama tíma í fyrra hélt aðeins helmingur ferða Iceland Express áætlun og hjá Icelandair seinkaði einni af hverjum fjórum.

Sem betur fer hefur stundvísin á Keflavíkurflugvelli batnað mikið frá því í fyrra því miklar seinkanir geta reynst farþegum dýrkeyptar. Sérstaklega þeim sem þurfa að ná tengiflugi. Því sá sem missir af seinna fluginu vegna seinkunar á því fyrra þarf að kaupa nýjan miða nema öll flugin hafi verið keypt á einum miða hjá t.d. Icelandair eða SAS. Þeir sem það gera eru nefnilega á ábyrgð flugfélagsins sem seldi miðana.

LESTU LÍKA: Tengiflug í súginn vegna seinkunar

Icelandair fjölgar ferðum um fjórðung

Brottfarir Icelandair frá Keflavík á seinni hluta nóvember í fyrra voru 185 talsins en 234 núna. Aukningin nemur 26 prósentum. Iceland Express stóð fyrir 40 ferðum til útlanda seinni tvær vikurnar í nóvember 2011 en brottfarir á vegum WOW air voru 26 talsins á sama tíma í ár.

Líkt og kom fram á hér síðunni á mánudag þá stóð Icelandair undir 83% af öllum ferðum til og frá landinu í nóvember (sjá hér).

Stundvísitölur seinni hluta nóvember 2012

16.-30.nóv. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 94% 1 mín 85% 2 mín 90% 1,5 mín 467
WOW air 96% 1 mín 92% 4 mín 94% 2,5 mín 50

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bóðkaðu besta kostinn
NÝJAR GREINAR: Hér er best að borða fyrir brottförNæstum allir með töskur hjá Icelandair en helmingur hjá WOW