Stundvísitölur: Snjókoma seinkaði flugi

klukka

Flugvellinum í Stokkhólmi var lokað í heilan dag og á annað hundrað flugum til og frá Frankfurt var frestað á fyrri hluta mánaðarins.

Þó milt hafi verið í veðri hér á landi síðustu tvær vikur þá hefur kuldaboli verið á ferðinni á meginlandi Evrópu. Í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi hefur frostið mælst í tveggja stafa tölum og þar hefur snjóað töluvert. Í miðhluta Evrópu hefur einnig verið kalt í veðri og þetta hefur sett strik í reikninginn í flugi til og frá Íslandi. Flugbrautum hefur því víða verið lokað til að hleypa snjómoksturstækjum að.

Ferðir Icelandair og WOW air héldu því ekki eins oft áætlun á fyrri hluta þessa mánaðar og þær gerðu í nóvember. Engu að síður voru um átta af hverjum tíu flugferðum á réttum tíma samkvæmt útreikningum Túrista á stundvísi á flugi til og frá Keflavík síðustu tvær vikur eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Stundvísitölur fyrri hluta desember 2012

1.-15.des. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 82% 12 mín 71% 8 mín 76% 10 mín 486
WOW air 91% 2 mín 74% 3 mín 83% 2,5 mín 46

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bóðkaðu besta kostinn
NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Vilborgar Davíðsdóttur og Stefáns Mána

Mynd: Gilderic/Creative Commons