Þessu sýndu lesendur mestan áhuga í ár

Endurskoðun á reglum um skóeftirlit, dýrir hraðbankar í útlöndum, leiðbeiningar varðandi betl og uppáhaldsstaðir Egils Helgasonar í Grikklandi voru meðal þess sem lesendur Túrista lásu mest í ár.

Fyrstu ellefu mánuði ársins fóru að jafnaði rúmlega þúsund Íslendingar á dag til útlanda. Það er aukning um sex prósent frá fyrra ári. Á sama tíma hefur lesendum Túrista fjölgað um nærri þriðjung og þessar tíu greinar vöktu mesta athygli.

1. Farið lækkar þegar nær dregur brottför
Mánaðarlegar verðkannanir síðunnar sýndu að verð Iceland Express og WOW lækkuðu alla jafna þegar styttist í brottför.

2. Borgar sig að fljúga til útlanda á nóttunni?
Næturflug jókst töluvert í sumar en það borgar sig ekki alltaf að fljúga á meðan aðrir sofa.

3. Grikkland að hætti Egils
Þeir eru ekki margir hér á landi sem kunna grísku og verja sumarfríinu í Grikklandi. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er einn þeirra fáu.

4. Hátt farangursgjald WOW air
Erlend lággjaldaflugfélög hafa lengi rukkað sérstaklega fyrir innritaðan farangur og undir lok sumars fór WOW þessa leið.

5. Hingað getur þú flogið beint í vetur
Áhugi Íslendinga á ferðalögum til útlanda einskorðast ekki við sumrin.

6. Á að gefa betlurum?
Víðast hvar í útlöndum verður á vegi okkar fólk sem biður um peninga. Túristi leitaði ráða hjá tveimur mönnum sem þekkja vel til ferðalaga í fátækum löndum.

7. Það er dýrt að nota hraðbanka í útlöndum
Hver vill borga 4000 krónur fyrir 3300?

8. 5 góð kaffihús í Kaupmannahöfn
Túristi hefur þrætt kaffihús gömlu höfuðborgarinnar síðustu ár og hér eru ábendingar um hvar er að finna virkilega gott kaffi þar í borg.

9. Ráðherra fer í saumana á skóeftirlitinu
Í kjölfar umfjöllunar Túrista um óvenju strangt eftirlit með skóm ferðalanga hér á landi ákvað innanríkisráðherra að endurskoða þyrfti reglurnar.

10. Gera Bandaríkjamenn strangari kröfur hér á landi
Vestanhafs þurfa börn og eldri borgarar ekki úr skóm við öryggishlið flugvalla en hér þarf þess. Íslensk yfirvöld segja eftirlitið hér vera strangt að beiðni Bandaríkjamanna.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í LondonFrír morgunmatur í Kaupmannahöfn
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð og bókaðu besta kostinn

Mynd:Túristi