10 öruggustu flugfélögin

Þrjú evrópsk flugfélög komast á listann yfir þau pottþéttustu.

Í kvikmyndinni Rain Man vildi persóna Dustin Hoffman aðeins fljúga með hinu ástralska Quantas því það væri öruggusta flugfélagið í heiminum. Samkvæmt þýska rannsóknafyrirtækinu Jet Airliner Crash Data Evaluation Centre er Quantas aðeins í þrettánda sæti yfir þau pottþéttustu og hið finnska Finnair toppar listann. Í öðru sæti er Air New Zealand og Cathay Pacific frá Hong Kong er í þriðja sæti.

Ekkert þeirra félaga sem bjóða uppá ferðir til og frá Íslandi eru á lista þeirra tíu óbrigðulustu en Lufthansa, sem flýgur hingað á sumrin, er í ellefta sæti og easyJet í því sautjánda.

Félög eins og Icelandair og Norwegian eru ekki nógu stór til að vera tekin með í reikninginn.

10 öruggustu flugfélögin

  1. Finnair, Finnlandi
  2. Air New Zealand, Nýja Sjálandi
  3. Cathay Pacific, Hong Kong
  4. Emirates, Dubai
  5. Etihad, Abu Dhabi
  6. Eva Air, Taívan
  7. Tap, Portúgal
  8. Hainan Airlines, Kína
  9. Virgina Australia, Ástralía
  10. British Airways, Bretlandi

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Ókeypis morgunmatur með ódýrri gistingunni í Kaupmannahöfn
HÓTEL: Finndu og bókaðu hagstæðasta hótelherbergið

Mynd: Finnair