Samfélagsmiðlar

Aðeins í Leifsstöð borgar fólk fyrir netsamband

Á flugstöðvum hinna Norðurlandanna er frítt netsamband. Á Flugstöð Leifs Eiríkssonar þarf hinsvegar að greiða fyrir tenginguna og ekki liggur fyrir hvort eða hvenær farþegum hér á landi bjóðast sambærileg kjör og í nágrannalöndunum.

„Hið fría, ótakmarkaða og hraða netsamband á flugvellinum hefur svo sannarlega slegið í gegn. Viðbrögðin sem við höfum fengið, mest frá erlendum farþegum, eru mjög jákvæð“, segir Markus Haapamäki, talsmaður flugvallarins í Helsinki, þegar Túristi spurðist fyrir um reynslu þeirra af því að bjóða upp á frítt net. Markus segir ókeypis tengingu vera hluta að hefðbundinni þjónustu við farþega og gott dæmi um hvernig Finnar sjái hlutina. „Fyrir okkur er sjálfsagt að komast gjaldfrjálst á netið á almenningsstöðum“, bætti hann við.

Yfirvöld í Noregi líta hlutina sömu augum því á heimasíðu Avinor, rekstraraðila norskra flugvalla, segir að farþegarnir hafi klárlega væntingar um að fá þessa þjónustu án endurgjalds. Í Svíþjóð hafa forsvarsmenn þarlendra flugvalla líka innleitt frítt net og í samtali við Túrista segist talsmaður Arlanda í Stokkhólmi að þjónustan hafi fengið mjög góð viðbrögð. Í Danmörku er sömu sögu að segja og samkvæmt því sem Túristi kemst næst bjóða að lágmarki um áttatíu norrænar flugstöðvar upp á fría nettengingu en þó í mismunandi útfærslum.

Ekkert gerst á Íslandi

Hlutfall tengifarþega er hátt í Leifsstöð eða um 18 prósent og samkvæmt talningu Ferðamálastofu stóðu íslenskir farþegar undir um þriðjungi brottfara frá landinu í fyrra. Miðað við reynslu Finna þá myndu fjölmargir farþegar í Keflavík fagna því ef boðið yrði upp á samskonar þjónustu hér og fólk á að venjast meðal frændþjóðanna. Í dag kostar það hins vegar að lágmarki 490 krónur að tengjast netinu á Keflavíkurflugvelli og samkvæmt upplýsingum frá Isavia, rekstraraðila flugvallarins, er verið að leita hagkvæmra og góðra lausna til að auka þjónustu við farþega, eins og það er orðað í svarinu. Ekki fæst hins vegar staðfest hvað verður gert og hvenær.

Löng bið eftir snjallsímaforriti

Líkt og áður hefur komið fram hér á síðunni þá bjóða flestir flugvellir í Evrópu upp á frí snjallsímaforrit (app) þar sem meðal annars er hægt er að fylgjast með breytingum á komu- og brottfarartímum, fá upplýsingar um biðtíma í öryggishliði og tilboð í verslunum og veitingastöðum. Allir helstu flugvellir nágrannalandanna hafa gefið út þess háttar forrit en ekki Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Reyndar fékk Túristi þær upplýsingar frá Isavia haustið 2011 að vinna væri hafin við að þróa símaforrit sem taka ætti í notkun árið eftir. Það gekk ekki eftir en líkt og með fría netið þá er verið að skoða lausnir varðandi þessa þjónustu á Keflavíkurflugvelli.

TENGDAR GREINAR: Hætta að skoða alla skó á KeflavíkurflugvelliFarþegum fjölgaði mest hér á landi
TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingunni í London og Edinborg

Mynd: Wikicommons

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …