Afköstin aukast til muna eftir Kanaríferð

Rannsóknir danskrar ferðaskrifstofu á áhrifum sólarlandaferða á orku manna hafa vakið athygli. Þó aðallega fyrir skemmtanagildið.

Þó daginn sé farið að lengja er enn óskaplega langt í sumarið og margir orðnir leiðir á myrkrinu. Veturinn í Danmörku er örlítið bjartari en þó geta frændur okkar líka verið brúnaþungir á þessum árstíma. Nema þeir hafi nýverið farið í frí á suðrænar slóðir.

Tilraunir nemenda í Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn, sem gerðar voru fyrir ferðaskrifstofuna Spies, sýna nefnilega fram á að sólarlandaferð yfir veturinn hefur mjög jákvæð áhrif á fólk.

Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem sýnt er fram á að sá sem fer í viku til Kanarí yfir veturinn kemur þaðan hlaðinn orku á meðan sá sem var kyrr í Skandinavíu er næstum straumlaus. Væntanlega er hægt að heimfæra niðurstöðurnar yfir á Íslendinga.