Farið til London hefur hækkað um meira en helming

Ef við gefum okkur að eftirspurn ráði miklu varðandi þróun fargjalda þá er útlit fyrir að miklu fleiri ætli að ferðast milli Íslands og Bretlands á næstunni en til Danmerkur. Í febrúar er nefnilega mun ódýrara að fljúga til Kaupmannahafnar en London samkvæmt nýjustu verðkönnun Túrista.

Í lok nóvember kostaði ódýrasta farið, báðar leiðir, til Lundúna í viku 8 (18.-24. febrúar) 35.825 krónur. Í dag, þegar fjórar vikur eru í brottför, er lægsta fargjaldið 55.825 krónur og hefur það hækkað um rúmlega helming síðustu tvo mánuði.

Á sama tímabili hafa ódýrustu farmiðarnir til Kaupmannahafnar lækkað og þangað má fljúga fyrir tæpar fjörtíu þúsund krónur eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan. WOW air er ódýrast til beggja þessara borga.

Lægsta farið, báðar leiðir, til London í viku 8 (18.-24. febrúar) ef bókað 4 eða 12 vikum fyrir brottför

Bókað 26.nóv Bókað í dag Verðbreyting
easyJet 59.430 kr. 71.344 kr. +20%
Icelandair 43.250 kr. 62.260 kr. +44%
WOW air 35.825 kr. 55.825 kr. +56%

 

 

 

 

Lægsta farið, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar í viku 8 (18.-24. febrúar) ef bókað 4 eða 12 vikum fyrir brottför

Bókað 26.nóv Bókað í dag Verðbreyting
Icelandair 39.140 kr. 39.320 kr. +0,5%
WOW air 34.560 kr. 32.560 kr. -6%

 

 

 

Ódýrustu farmiðarnir í apríl

Eins og sést í fyrri töflunni þá var easyJet langdýrasti kosturinn fyrir þá sem bókuðu febrúarferðina til London í nóvember og líka fyrir þann sem kaupir í dag. Hins vegar er breska félagið um fjórðungi ódýrara en WOW air og Icelandair ef ferðinni er heitið til London upp úr miðjum apríl. Farið þá kostar um fjörtíu þúsund með þeim íslensku en rúmar þrjátíu þúsund með easyJet. Lítill munur er á lægsta verði Icelandair og WOW air til Kaupmannahafnar í viku 16 (15.-21.apríl) en sé ferðinni heitið til Oslóar er SAS ódýrasti kosturinn í þessari ákveðnu viku. Þessar þrjár flugleiðir eru þær einu sem fleiri en eitt flugfélag sinnir á veturna. Reyndar flýgur Primera Air einnig til Oslóar fram í miðjan mars og kostar farið með félaginu frá 9.900 krónum.

Lægsta farið í viku 16 (15.-21.apríl) til þriggja borga

Kaupmannahöfn Verð Osló Verð London Verð
Icelandair 39.320 kr. Icelandair 38.503 kr. easyJet 31.576 kr.
WOW air 37.560 kr. Norwegian 39.503 kr. Icelandair 40.760 kr.
SAS 30.196 kr. WOW air 39.835 kr.

 

 

 

Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar og því stundum úr fáum flugum að velja, sérstaklega hjá easyJet. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér)

*easy Jet, Norwegian og WOW air rukka fyrir innritaðan farangur. Gjaldi fyrir eina tösku er bætt við fargjaldið í samanburðinum. Miðað er við gengi evru og norsku krónunnar í dag þegar verð erlendu félaganna eru reiknuð út.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í LondonÓkeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum í Kaupmannahöfn

Mynd: Visit London