Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Brynhildar Pétursdóttur

Á ferð sinni til Tókýó rakst oddviti Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi á japanska prinsessu og fræddi hana um bækur eins þekktasta heiðursborgara Akureyrar. Brynhildur Pétursdóttir deilir hér nokkrum ferðasögum með lesendum.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Þegar ég var 9 ára fórum við fjölskyldan í 3 mánaða ferðalag. Fyrst var keyrt á Seyðisfjörð í forláta Lödu og siglt til Færeyja og þaðan til Skotlands. Síðan var keyrt um Evrópu í einn mánuð og gist á tjaldsvæðum hingað og þangað. Frændfólk mitt að norðan var með í för og til að tryggja að við myndum ekki týna hvort öðru voru talstöðvar í báðum bílum sem stundum þurfti að grípa til. Við enduðum síðan í Svíþjóð þar sem við dvöldum í 2 mánuði.

Það sem ég geri til að láta tímann líða hraðar í flugvélinni:

Les eða horfi á þætti og myndir.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Erfitt að gera upp á milli en ég býst við að vikan sem ég dvaldi í Tókýó með manninum mínum í miðju bankahruni 2008 sé með betri ferðum.

Tek alltaf með í fríið:

Vegabréf og kreditkortið. Þá er ég fær flestan sjó.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Ætli það hafi ekki verið þegar ég tók vitlausa ferðatösku á flugvelli, gott ef ekki í Brussel. Einhverra hluta vegna voru töskurnar teknar út úr vélinni á planinu og í myrkrinu tek ég tösku sem líkist minni. Eftir að hafa þrætt langa ganga er allt í einu kippt í mig og þá er það bálreiður eigandi töskunnar. Þá upphófst mikil leit að minni tösku sem fannst um síðir.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Allur matur sem ég hef borðað á Ítalíu er góður, get ekki gert upp á milli máltíða.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Það eru svo margir heillandi staðir til sem betur fer. Ætli ég segi ekki bara Suður-Evrópa eins og hún leggur sig.

Það sem er mikilvægast á hótelherberginu:

Gott rúm og snyrtilegheit.

Draumafríið:

Akkúrat núna væri ég til í að skipuleggja ferð með fjölskyldunni til Città delle Pieve sem er lítill bær í Úmbría héraði á Ítalíu. Vinur minn Stefano rekur þar gistingu ásamt stórfjölskyldunni og við heimsóttum hann árið 2006 og féllum alveg fyrir staðnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …