Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Brynhildar Pétursdóttur

Á ferð sinni til Tókýó rakst oddviti Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi á japanska prinsessu og fræddi hana um bækur eins þekktasta heiðursborgara Akureyrar. Brynhildur Pétursdóttir deilir hér nokkrum ferðasögum með lesendum.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Þegar ég var 9 ára fórum við fjölskyldan í 3 mánaða ferðalag. Fyrst var keyrt á Seyðisfjörð í forláta Lödu og siglt til Færeyja og þaðan til Skotlands. Síðan var keyrt um Evrópu í einn mánuð og gist á tjaldsvæðum hingað og þangað. Frændfólk mitt að norðan var með í för og til að tryggja að við myndum ekki týna hvort öðru voru talstöðvar í báðum bílum sem stundum þurfti að grípa til. Við enduðum síðan í Svíþjóð þar sem við dvöldum í 2 mánuði.

Það sem ég geri til að láta tímann líða hraðar í flugvélinni:

Les eða horfi á þætti og myndir.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Erfitt að gera upp á milli en ég býst við að vikan sem ég dvaldi í Tókýó með manninum mínum í miðju bankahruni 2008 sé með betri ferðum.

Tek alltaf með í fríið:

Vegabréf og kreditkortið. Þá er ég fær flestan sjó.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Ætli það hafi ekki verið þegar ég tók vitlausa ferðatösku á flugvelli, gott ef ekki í Brussel. Einhverra hluta vegna voru töskurnar teknar út úr vélinni á planinu og í myrkrinu tek ég tösku sem líkist minni. Eftir að hafa þrætt langa ganga er allt í einu kippt í mig og þá er það bálreiður eigandi töskunnar. Þá upphófst mikil leit að minni tösku sem fannst um síðir.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Allur matur sem ég hef borðað á Ítalíu er góður, get ekki gert upp á milli máltíða.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Það eru svo margir heillandi staðir til sem betur fer. Ætli ég segi ekki bara Suður-Evrópa eins og hún leggur sig.

Það sem er mikilvægast á hótelherberginu:

Gott rúm og snyrtilegheit.

Draumafríið:

Akkúrat núna væri ég til í að skipuleggja ferð með fjölskyldunni til Città delle Pieve sem er lítill bær í Úmbría héraði á Ítalíu. Vinur minn Stefano rekur þar gistingu ásamt stórfjölskyldunni og við heimsóttum hann árið 2006 og féllum alveg fyrir staðnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …