Samfélagsmiðlar

Fleiri rauðir dagar í ár

Þó nýliðið ár hafi verið gott þegar litið er til frídaga þá er nýja árið ennþá betra. Það var uppselt í jólaferðir til Kanarí.

Margir nýttu sér hið langa frí um hátíðirnar og fóru í sólarlandaferð til Kanarí og Tenerife. Hjá Úrval-Útsýn seldust mun fleiri ferðir í sólina um þessi jól en þau síðustu og hjá VITA voru sólarlandaferðirnar uppseldar samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofunum.

Hátíðardagarnir voru allir á virkum dögum um jól og áramót að þessu sinni en því var öfugt farið í hittifyrra þegar jólin voru um helgi. Reyndar var árið 2011 slæmt hvað frídaga varðar því þá lentu aðeins átta rauðir dagar á virkum dögum. Í fyrra voru þeir tíu en í ár eru þeir hvorki fleiri né færri en tólf talsins.

Löng vorferð með tveimur rauðum

Síðastliðið ár var sautjándi júní á sunnudegi en verður nú á mánudegi. Þeir sem ætla sér út í byrjun sumars en vilja spara sér frídag gætu skoðað utanlandsferðir yfir þjóðhátíðardaginn. Þeir sem geta ekki beðið svona lengi með að komast í betra veður ættu að íhuga frí í kringum fyrsta maí. Baráttudagur verkalýðsins er nefnilega á miðvikudegi en fimmtudaginn á undan, 25. apríl, er sumardagurinn fyrsti og uppstigningardagur er fimmtudaginn 9. maí. Hér gefst því gott tækifæri til að fara út í viku eða meira og spara sér tvo sumarleyfisdaga.

Þrír dagar í frí um næstu jól

Þeir sem ætla verja næstum jólum á sólarströnd verða að taka sér þriggja daga frí um hátíðirnar en síðast þurfti aðeins að nota tvo orlofsdaga. Það er kannski það eina sem síðasta ár hafði framyfir nýja árið þegar litið er til frídaganna.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð og bókaðu hagstæðasta hótelið

Mynd: Sindre Sørhus/Creative Commons

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …