Frá mars og fram í maí mun Primera Air fljúga til Kaupmannahafnar og færa sig síðan til heimabæjar Lególands.

Síðasta vor ferðuðust um fjörtíu þúsund manns frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur samkvæmt tölum Samgöngustofnunnar Dana. Þá voru það Icelandair og Iceland Express sem flugu með farþegana en í vor verða það Icelandair, WOW air og Primera Air sem bjóða uppá ferðir til dönsku höfuðborgarinnar. Það síðastnefnda mun þó aðeins fljúga til Kastrup í kringum helgar frá mars og fram í maí og lægstu fargjöldin eru á 9.900 krónur.
Í júní hefst svo áætlunarflug félagsins til Billund á Jótlandi og kostar farið frá 17.480 samkvæmt því segir í tilkynningu frá Primera Air.
TILBOÐ: Ókeypis morgunmatur með gistingu í Kaupmannahöfn
TENGDAR GREINAR: Ódýrara að fljúga í skíðaferð til Oslóar en Akureyrar
Mynd: Legoland