Lægstu fargjöldin þar sem farþegarnir hafa ekki val

Þú kemst til Edinborgar fyrir þrjátíu þúsund, Sankti Pétursborgar fyrir fimmtíu þúsund en farið til Varsjár kostar meira. Hér eru ódýrustu fargjöld sumarsins á átta flugleiðum þar sem aðeins eitt félag er um hituna.

Í sumar verður flogið héðan til þrjátíu borga í Evrópu. Í liðlega helmingi tilvika munu tveir eða fleiri sjá um flugið. Í síðustu viku birti Túristi ítarlega verðkönnun þar sem fundin voru ódýrustu fargjöldin frá Keflavík til sjö borga þar sem samkeppni ríkir um farþegana. Núna er röðin komin að sumaráfangastöðunum þar sem aðeins eitt félag er á markaðnum. Þegar niðurstöður þessara tveggja kannana eru bornar saman sést að þrátt fyrir einkasöluna eru verðin ekki endilega lægri þegar fleiri eru um hituna. Verðsamanburður á ólíkum áfangastöðum er hins vegar erfiður, kannski ómögulegur, en það vekur þó athygli að lægstu fargjöldin eru ekki alltaf þar sem fleiri sjá um ferðirnar. Þannig kostar minna til Brussel í júní en til Barcelona þrátt fyrir samkeppni um farþega á leið til Katalóníu. Sá sem ætlar til Sankti Pétursborgar hefur aðeins um eitt félag að velja en borgar samt minna en sá sem er á leið til Zurich og sá getur samt valið milli tveggja. Gautaborg er líka ódýrari en Hamborg en eingöngu Icelandair flýgur til V-Svíþjóðar á meðan þrjú félög fara til þeirrar þýsku.

Líkt og síðustu könnun voru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför frá Íslandi í hverjum mánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið (smelltu hér til að sjá yfirlit yfir aukagjöld félaganna) og gengi dagsins í dag (17. janúar) er notað til að reikna út verð erlendu félaganna.

Brussel

Fáar borgir koma eins oft fyrir umræðum á þingi eins og höfuðborg Belgíu. Þangað flýgur Icelandair frá sumarbyrjun og fram í lok október. Í júní kostar álíka mikið til Brussel og Parísar en til þeirrar síðarnefndu fljúga þrjú félög yfir aðalferðamannatímabilið. Farið til Brussel verður svo dýrara þegar á líður sumarið.

Icelandair
Jún 42.550 kr.
Júl 82.550 kr.
Ágú 55.750 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Brussel

Edinborg

Síðustu sumur flaug Iceland Express til skosku borgarinnar en frá og með 21. mars ætlar easyJet að bjóða uppá ferðir þangað frá Keflavík. Þeir sem bóka núna komast fram og tilbaka fyrir um þrjátíu þúsund sem er með því allra lægsta sem finnst á ferðamarkaðnum í dag. Líka þegar litið er á flugleiðirnar þar sem samkeppni ríkir.

easyJet
Jún 25.403 kr.
Júl 30.037 kr.
Ágú 29.187 kr.

 

 

HÓTEL: Sérkjör fyrir lesendur á gistingu í Edinborg

FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU: LÆGSTU VERÐIN TIL GAUTABORGAR, KÖLNAR, LYON, SANKTI PÉTURSBORGAR, VARSJÁR OG VÍNARBORGAR