Lægstu fargjöldin þar sem farþegarnir hafa ekki val

Gautaborg

Til næstfjölmennustu borgar Svíþjóðar er aðeins flogið frá miðjum júní og fram til loka sumars. Engin verðmunur er á milli mánaða ef pantað er í dag. Hamborg er ekki svo langt frá Gautaborg en þrjú félög bjóða upp á áætlunarferðir þangað en samt er verðið til þýsku borgarinnar aðeins hærra en til Gautaborgar (sjá verð til Hamborgar).

Icelandair
Jún 40.510 kr.
Júl 40.510 kr.
Ágú 40.510 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Gautaborg

Köln

Þýsku flugfélögin þrjú, Lufthansa, Airberlin og German Wings fljúga til samtals átta borga í Þýskalandi frá Keflavík. Um er að ræða næturflug í öllum tilvikum. German Wings er það eina sem fer til Kölnar og er ódýrast í júní.

German Wings
Jún 42.651 kr.
Júl 57.949 kr.
Ágú 49.530 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Köln

Lyon

Með tilkomu WOW air bauðst Íslendingum í fyrsta skipti áætlunarferðir til frönsku borgarinnar Lyon. Í sumar flýgur WOW einu sinni í viku til austurhluta Frakklands og kostar farið, með innrituðum farangri, í kringum fimmtíu þúsund. Það er nokkru hærra verð en er í boði á flugi til Parísar næsta sumar eins og sjá má á könnun Túrista í síðustu viku.

WOW air
Jún 53.057 kr.
Júl 49.057 kr.
Ágú 49.057 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Lyon

Sankti Pétursborg

Í sumar hefst áætlunarflug til Rússlands þegar Icelandair bætir borginni við leiðakerfi sitt. Flugið þangað tekur um fjóra tíma og eins og staðan er í dag þá er engin munur á fargjöldunum yfir sumarmánuðina þrjá. Verðið þangað er lægra en það sem fannst á ferðum til Barcelona og Mílanó næsta sumar en samkeppni ríkir á þeim flugleiðum.

Icelandair
Jún 50.860 kr.
Júl 50.860 kr.
Ágú 50.860 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Sankti Pétursborg

Varsjá

Flugsamgöngur við Pólland hafa verið nokkuð góðar síðustu ár enda býr fjöldi Pólverja á Íslandi. Straumur ferðamanna til landsins hefur líka aukist hratt og til höfuðborgarinnar, Varsjár, er hægt að komast í beinu flugi með WOW air. Farið og farangur kostar a.m.k. um sextíu þúsund krónur.

WOW air
Jún 61.440 kr.
Júl 61.440 kr.
Ágú 57.440 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Varsjá

Vínarborg

Austurríska lággjaldaflugfélagið flyNiki flýgur hingað í sumar líkt og undanfarin ár. Ódýrustu fargjöldin eru álíka há og til Zurich næsta sumar en bæði Icelandair og WOW eru með svissnesku borgina á sinni áætlun.

flyNiki
Jún 52.597 kr.
Júl 61.565 kr.
Ágú 54.494 kr.

 

 

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Vínarborg

TENGDAR GREINAR: Ódýrasta farið til 7 evrópskra borga
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London

Mynd: Germany.travel