Samfélagsmiðlar

Lægstu fargjöldin þar sem farþegarnir hafa ekki val

Þú kemst til Edinborgar fyrir þrjátíu þúsund, Sankti Pétursborgar fyrir fimmtíu þúsund en farið til Varsjár kostar meira. Hér eru ódýrustu fargjöld sumarsins á átta flugleiðum þar sem aðeins eitt félag er um hituna.

Í sumar verður flogið héðan til þrjátíu borga í Evrópu. Í liðlega helmingi tilvika munu tveir eða fleiri sjá um flugið. Í síðustu viku birti Túristi ítarlega verðkönnun þar sem fundin voru ódýrustu fargjöldin frá Keflavík til sjö borga þar sem samkeppni ríkir um farþegana. Núna er röðin komin að sumaráfangastöðunum þar sem aðeins eitt félag er á markaðnum. Þegar niðurstöður þessara tveggja kannana eru bornar saman sést að þrátt fyrir einkasöluna eru verðin ekki endilega lægri þegar fleiri eru um hituna. Verðsamanburður á ólíkum áfangastöðum er hins vegar erfiður, kannski ómögulegur, en það vekur þó athygli að lægstu fargjöldin eru ekki alltaf þar sem fleiri sjá um ferðirnar. Þannig kostar minna til Brussel í júní en til Barcelona þrátt fyrir samkeppni um farþega á leið til Katalóníu. Sá sem ætlar til Sankti Pétursborgar hefur aðeins um eitt félag að velja en borgar samt minna en sá sem er á leið til Zurich og sá getur samt valið milli tveggja. Gautaborg er líka ódýrari en Hamborg en eingöngu Icelandair flýgur til V-Svíþjóðar á meðan þrjú félög fara til þeirrar þýsku.

Líkt og síðustu könnun voru fundnar ódýrustu ferðirnar, báðar leiðir, með brottför frá Íslandi í hverjum mánuði fyrir sig. Miðað er við að dvölin í útlöndum sé ein til tvær vikur. Heimferðin getur því verið í öðrum mánuði en brottförin t.d. ef ódýrasta ferðin út er í síðustu viku júnímánaðar og ódýrasta ferðin til Íslands er í fyrstu viku júlí.

Farangurs- og bókunargjöldum er bætt við farmiðaverðið (smelltu hér til að sjá yfirlit yfir aukagjöld félaganna) og gengi dagsins í dag (17. janúar) er notað til að reikna út verð erlendu félaganna.

Brussel

Fáar borgir koma eins oft fyrir umræðum á þingi eins og höfuðborg Belgíu. Þangað flýgur Icelandair frá sumarbyrjun og fram í lok október. Í júní kostar álíka mikið til Brussel og Parísar en til þeirrar síðarnefndu fljúga þrjú félög yfir aðalferðamannatímabilið. Farið til Brussel verður svo dýrara þegar á líður sumarið.

Icelandair
Jún42.550 kr.
Júl82.550 kr.
Ágú55.750 kr.

HÓTEL: Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í Brussel

Edinborg

Síðustu sumur flaug Iceland Express til skosku borgarinnar en frá og með 21. mars ætlar easyJet að bjóða uppá ferðir þangað frá Keflavík. Þeir sem bóka núna komast fram og tilbaka fyrir um þrjátíu þúsund sem er með því allra lægsta sem finnst á ferðamarkaðnum í dag. Líka þegar litið er á flugleiðirnar þar sem samkeppni ríkir.

easyJet
Jún25.403 kr.
Júl30.037 kr.
Ágú29.187 kr.

 

 

HÓTEL: Sérkjör fyrir lesendur á gistingu í Edinborg

FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU: LÆGSTU VERÐIN TIL GAUTABORGAR, KÖLNAR, LYON, SANKTI PÉTURSBORGAR, VARSJÁR OG VÍNARBORGAR

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …