Samfélagsmiðlar

Ódýrara að fljúga í skíðaferð til Oslóar en Akureyrar

Næstu vikur eru flugmiðar til höfuðborgar Noregs ódýrari en bónussæti frá Reykjavík til höfuðsstaðs Norðurlands. Við borgarmörk Oslóar er stórt skíðasvæði þar sem lyftukortin kosta ögn minna en í Ölpunum en eru reyndar helmingi dýrari en í Hlíðarfjalli.

Fyrirheitna land óánægðra launþega lendir ósjaldan í einu af toppsætunum á listum yfir dýrustu áfangastaði ferðamanna. Það er því frekar dýrt að dvelja í Noregi en þegar flugið, báðar leiðir, með Primera Air til Oslóar kostar tæpar tuttugu þúsund krónur þá er hægt að fara þangað í frekar billega skíðaferð. Til samanburðar kostar skíðaflug WOW air til Salzburgar ekki minna en sextíu þúsund (ef þú tekur með þér farangur) og bónussætin með Flugfélagi Íslands úr Vatnsmýrinni yfir í Eyjarfjörð eru á rúmar ellefu þúsund. Vissulega kostar minna að vera aðkomumaður á Akureyri en í Osló en verðlagið á skíðasvæðum Alpanna er sennilega ekki mikið lægra en í norsku fjöllunum. Lyftukortin eru í það minnsta ódýrari á stærsta svæði höfuðborgarinnar, Oslo vinterpark, því þar kosta þrír dagar um 23 þúsund (995NOK) en um 25 þúsund (144 evrur) á Dolomiti svæðinu á Ítalíu. Í Hlíðarfjalli er þriggja daga kort á 7.800 krónur.

Lítið um íslenskt skíðafólk

Skíðasvæðin sem tilheyra Oslo vinterpark eru í kringum Holmenkollen og þar eru ellefu skíðalyftur. Í samtali við Túrista fullyrðir markaðsstjóri svæðisins, Hanne Norstrøm, að engin önnur höfuðborg geti státað af eins góðu skíðasvæði rétt fyrir utan miðbæinn. Hún segist vonast til að fleiri Íslendingar komi því þeir séu alltof sjaldséðir á svæðinu. Hanne mælir með að fólk finni sér hótel miðsvæðis í Osló og taki svo lestina (Lína 1 út að Frogneseteren) í átt að fjallinu. Þannig geti skíðafólkið notið alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða á kvöldin.

Oslo vinterpark er ekki eina skíðasvæðið í nágrenni við Osló. Varingskollen er stutt frá og þar er að finna mest krefjandi brekkur höfuðborgarsvæðisins en líka góða aðstöðu fyrir börn. Í Grefsenkleiva eru langar brautir og brettafólki er þar gert hátt undir höfði.

Þess ber að geta að Flugfélag Íslands selur líka nettilboð til Akureyrar um níu þúsund sem er aðeins lægra en 9.900 króna fargjöld Primera Air til Oslóar.

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum í Osló
NÝJAR GREINAR: Farið til London hefur hækkað um meira en helming

Mynd: Oslo vinterpark

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …