Samfélagsmiðlar

Ódýrara að fljúga í skíðaferð til Oslóar en Akureyrar

Næstu vikur eru flugmiðar til höfuðborgar Noregs ódýrari en bónussæti frá Reykjavík til höfuðsstaðs Norðurlands. Við borgarmörk Oslóar er stórt skíðasvæði þar sem lyftukortin kosta ögn minna en í Ölpunum en eru reyndar helmingi dýrari en í Hlíðarfjalli.

Fyrirheitna land óánægðra launþega lendir ósjaldan í einu af toppsætunum á listum yfir dýrustu áfangastaði ferðamanna. Það er því frekar dýrt að dvelja í Noregi en þegar flugið, báðar leiðir, með Primera Air til Oslóar kostar tæpar tuttugu þúsund krónur þá er hægt að fara þangað í frekar billega skíðaferð. Til samanburðar kostar skíðaflug WOW air til Salzburgar ekki minna en sextíu þúsund (ef þú tekur með þér farangur) og bónussætin með Flugfélagi Íslands úr Vatnsmýrinni yfir í Eyjarfjörð eru á rúmar ellefu þúsund. Vissulega kostar minna að vera aðkomumaður á Akureyri en í Osló en verðlagið á skíðasvæðum Alpanna er sennilega ekki mikið lægra en í norsku fjöllunum. Lyftukortin eru í það minnsta ódýrari á stærsta svæði höfuðborgarinnar, Oslo vinterpark, því þar kosta þrír dagar um 23 þúsund (995NOK) en um 25 þúsund (144 evrur) á Dolomiti svæðinu á Ítalíu. Í Hlíðarfjalli er þriggja daga kort á 7.800 krónur.

Lítið um íslenskt skíðafólk

Skíðasvæðin sem tilheyra Oslo vinterpark eru í kringum Holmenkollen og þar eru ellefu skíðalyftur. Í samtali við Túrista fullyrðir markaðsstjóri svæðisins, Hanne Norstrøm, að engin önnur höfuðborg geti státað af eins góðu skíðasvæði rétt fyrir utan miðbæinn. Hún segist vonast til að fleiri Íslendingar komi því þeir séu alltof sjaldséðir á svæðinu. Hanne mælir með að fólk finni sér hótel miðsvæðis í Osló og taki svo lestina (Lína 1 út að Frogneseteren) í átt að fjallinu. Þannig geti skíðafólkið notið alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða á kvöldin.

Oslo vinterpark er ekki eina skíðasvæðið í nágrenni við Osló. Varingskollen er stutt frá og þar er að finna mest krefjandi brekkur höfuðborgarsvæðisins en líka góða aðstöðu fyrir börn. Í Grefsenkleiva eru langar brautir og brettafólki er þar gert hátt undir höfði.

Þess ber að geta að Flugfélag Íslands selur líka nettilboð til Akureyrar um níu þúsund sem er aðeins lægra en 9.900 króna fargjöld Primera Air til Oslóar.

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum í Osló
NÝJAR GREINAR: Farið til London hefur hækkað um meira en helming

Mynd: Oslo vinterpark

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …