Reglulega stolið úr ferðatöskum

Hlutir eiga það til að hverfa úr farangri sem hefur verið innritaður í flug. Það er því vissara að setja það verðmætasta í handtöskuna.

Það eru stundum blendnar tilfinningar sem vakna þegar horft er á eftir ferðatöskunum renna í burtu á færibandinu bakvið innritunarborð flugstöðvanna. Það er vissulega léttir að losna við þungan farangur en við vitum líka að hann skilar sér ekki alltaf á réttum tíma eða jafnvel týnist. Hins vegar eru færri meðvitaðir um að ósjaldan er stolið úr ferðatöskum á þeim tíma sem líður frá því við afhendum þær á flugstöðinni og þar til að þær birtast á færibandi á nýjan leik þegar á áfangastað er komið.

Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum Sjóva og Vís er þó nokkuð um þjófnað úr töskum íslenskra ferðamanna eftir að þær hafa verið innritaðar. Upplýsingar um hvort þess háttar stuldur hafi aukist eða minnkað síðustu ár eru ekki til. Einnig er ekki hægt segja til um hvort þjófnaðurinn eigi sér frekar stað þegar ferðast er til og frá Íslandi eða á ferðalagi út í heimi.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Flugrútan færð frá Leifsstöð
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London
HÓTEL: Finndu ódýrasta hótelið

Mynd: geishaboy500/Creative Commons