Röð umsvifamestu flugfélaganna í desember

Það voru farnar 548 áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Svona skiptust brottfarirnar á milli þeirra félaga sem flugu til og frá landinu.

Umferð um Keflavíkurflugvöll í desember var ögn minni en í mánuðinum á undan samkvæmt talningu Túrista. Nemur samdrátturinn rúmum fimm prósentum.

Það voru sjö félög héldu uppi áætlunarflugi héðan í desember og stóð Icelandair fyrir langflestum brottförum eða fimm af hverjum sex. Í sumar var hlutfallið tveir þriðju. WOW air er næst umsvifamest með tíundu hverju ferð en SAS er stærst þeirra erlendu með 2,3 prósent eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Hlutdeild félaganna á Keflavíkurflugvelli í desember

  1. Icelandair: 83,3%
  2. WOW air: 10%
  3. SAS: 2,3%
  4. Norwegian: 2,2%
  5. easyJet: 1,8%
  6. Air Greenland: 0,2%
  7. Primera Air: 0,2%

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð og bókaðu ódýrasta kostinn
NÝJAR GREINAR: 2 nýjar flugleiðir á næsta ári
TILBOÐ: 10% afsláttur í LondonFrír morgunmatur og lægsta verðið í Köben

Mynd: Wikicommons