Sigur Rós spiluð í 3000 leigubílum

Leigubílstjórar í New York eru með einfaldan smekk og hlusta aðeins á Sigur Rós. Alla vega næstu vikurnar.

Þeir íslensku túristar sem setjast upp í gulan leigubíl á Manhattan um þessar mundir heyra væntanlega kunnulegt stef þegar bíllinn keyrir af stað. Partur úr myndbandi við lag Sigur Rósar, Varúð, verður nefnilega spilaður á sjónvarpsskjám þrjú þúsund leigubíla borgarinnar fram til fimmta febrúar. Er áætlað að tvær milljónir farþega muni heyra Varúð á þeim tíma.

Myndbandið er eftir Ryan McGinley og í því sést stúlka með gyllt hár valhoppa eftir breiðgötum stórborgarinnar. Samkvæmt fréttatilkynningu Art Production Fund, sem ber ábyrgð á verkefninu, er þetta í eitt fyrsta skipti sem sjónvarpskerfi leigubílanna eru nýtt til listsköpunar.

Sigur Rós spilar í Madison Square Garden í New York þann 25. mars.

Myndbandið í fullri lengd má sjá hér fyrir neðan:

 

HÓTEL: Finndu ódýra gistingu í New York
TENGDAR GREINAR: Þriðja nóttin frí á betri hótelum New York borgar

Mynd: Ryan McGinley/ArtProductionFund